Andstæð viðbrögð flugmanna og vélin missti 8.000 feta hæð

Flugvélin var Boeing 777-300 vél á vegum Turkish Airlines og …
Flugvélin var Boeing 777-300 vél á vegum Turkish Airlines og var á flugi frá Toronto í Kanada til Istanbúl í Tyrklandi. Lenti vélin í mikilli ókyrrð yfir Íslandi, en viðbrögð flugmannanna voru óafvitandi andstæð og missti vélin 8.000 feta hæð á einni mínútu. AFP/Prakash Mathema

Flug­menn í flug­vél Tur­k­ish air­lines sem var ferð norður yfir Lang­jökli í fe­brú­ar 2023 tók­ust óaf­vit­andi á um stjórn vél­ar­inn­ar. And­stæð viðbrögð þeirra urðu til þess að stýri af­tengd­ust og vél­in missti 8.000 feta hæð á um einni mín­útu og sjö ein­stak­ling­ar slösuðust.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa um flug­at­vikið. Í skýrsl­unni seg­ir að vél­in hafi lent í al­var­legri ókyrrð vegna hálofta­fjalla­bylgja, en gagn­rýnt er að Veður­stof­an hafi ekki verið búin að gefa út svo­kallaða SIG­MET-aðvör­un vegna þessa.

Ann­ar togaði á meðan hinn ýtti fram

Við skoðun á gervi­tungla­mynd­um og öðrum veður­gögn­um kom í ljós að hálofta­fjalla­bylgj­urn­ar höfðu verið til staðar yfir Íslandi í marg­ar klukku­stund­ir áður en flug­vél­in lenti í at­vik­inu.

Fyrsta slíka aðvör­un­in um hálofta­fjalla­bylgj­ur yfir Íslandi þenn­an dag var gef­in út fjór­um mín­út­um eft­ir at­vikið, en þó ekki á því svæði sem at­vikið varð. Um 40 mín­út­um síðar gaf Veður­stof­an út aðra viðvör­un þar sem fjalla­bylgju­svæðið var stækkað og upp­lýst var um sterk­ar slík­ar fjalla­bylgj­ur á svæðinu.

Í skýrsl­unni er rakið að eft­ir að flug­vél­in lenti í ókyrrðinni hafi verið nokk­ur hröð, en greini­leg, inn­grip á stýri ásamt mikl­um breyt­ing­um á kný, meðan flogið var í ókyrrðinni. Virkjaðist of­risviðvör­un með titr­ingi stýr­is í fjög­ur skipti, en flug­menn­irn­ir áttu í vand­ræðum með að hafa stjórn á vél­inni.

Tók­ust þeir sem fyrr seg­ir óaf­vit­andi á um stjórn vél­ar­inn­ar, þar sem aðstoðarflugmaður­inn ýtti stýri sínu fram á meðan flug­stjór­inn togaði stýrið að sér.

Flugáætlun vélarinnar sést á grænu línunni, en fjólubláa línan sýnir …
Flugáætl­un vél­ar­inn­ar sést á grænu lín­unni, en fjólu­bláa lín­an sýn­ir þá leið sem vél­in fór. Kort/​Google/​RNSA

 Fall­hraði náði 17.100 fet­um á mín­útu

„And­stæð inn­grip aðstoðarflug­manns­ins og flug­stjór­ans urðu til þess að stýri þeirra af­tengd­ust. Flugáhöfn­in tók á breyti­leg­um aðstæðum án þess að taka af sjálf­virku eldsneyt­is­gjöf­ina. Varð þetta til þess að báðir flug­menn­irn­ir og sjálf­virka eldsneyt­is­gjöf­in tók­ust á um stjórn flug­vél­ar­inn­ar. Flug­vél­in missti um 8000 feta hæð á um einni mín­útu, þar sem hæsti fall­hraði henn­ar var allt að 17.100 fet á mín­útu,“ seg­ir í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar.

Er or­sök at­viks­ins rak­in til skorts á ástandsvit­und og sam­vinnu flug­mann­anna.

Rann­sókn­ar­nefnd­in bein­ir þeim til­mæl­um til Veður­stof­unn­ar að bæta sjálf­virka grein­ingu á veður­fyr­ir­brigðum eins og ókyrrð og fjalla­bylgj­um með háupp­lausn­ar veður­spám. Þá er því beint til Veður­stof­unn­ar að setja fram SIG­MET-viðvar­an­ir á mynd­ræn­an hátt á korti.

Nefnd­in bein­ir því einnig til tyrk­neska flug­fé­lags­ins að end­ur­skoða svo­kallaða CRM-þjálf­un til að flug­menn séu bet­ur meðvitaðir um hlut­verk hvors um sig í flugi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert