Fengu 200 milljónir til að markaðssetja Ísland

Í ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030 sem samþykkt var …
Í ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030 sem samþykkt var á Alþingi í júní 2024 er aðgerð um markvissa og viðvarandi markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað ferðamanna. mbl.is/Björn Jóhann

Íslands­stofu voru tryggðar 200 millj­ón­ir króna til þess að markaðssetja Ísland sem áfangastað ferðamanna árið 2025. 

Verk­efnið miðar að neyt­enda­markaðssetn­ingu á völd­um mörkuðum er­lend­is.

Þetta kem­ur fram í svari Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra við fyr­ir­spurn Jak­obs Frí­manns Magnús­son­ar, þing­manns Flokks fólks­ins.

Hann vildi upp­lýs­ing­ar um hvort ráðherra ætlaði að hefja markaðssókn á lyk­il­markaði ferðaþjón­ust­unn­ar í ljósi sam­drátt­ar í at­vinnu­grein­inni. „Ef svo er, hvenær og með hvaða hætti?“ spurði þingmaður­inn.

Í svar­inu kem­ur fram að í ferðamála­stefnu og aðgerðaáætl­un til árs­ins 2030, sem samþykkt var á Alþingi í júní 2024, sé aðgerð um mark­vissa og viðvar­andi markaðssetn­ingu á Íslandi sem áfangastað ferðamanna. 

Mark­miðið að viðhalda sam­keppn­is­stöðu ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu

„Mark­mið þess er að viðhalda og koma á fram­færi ímynd og orðspori Íslands sem leiðandi í sjálf­bærri þróun, styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar, viðhalda sam­keppn­is­stöðu ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu og miðla rétt­um upp­lýs­ing­um um stöðu mála ef upp koma nátt­úru­ham­far­ir eða önn­ur áföll,“ seg­ir m.a. í svar­inu. 

„Íslands­stofa hef­ur um­sjón með fram­kvæmd verk­efn­is­ins og ber ábyrgð á fram­vindu þess og að unnið sé í sam­ræmi við þau mark­mið sem sett hafa verið fram.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert