„Grafalvarleg staða“

Fulltrúar sveitarfélagsins og verkalýðsfélagsins hafa þungar áhyggjur af stöðu fyrirtækisins.
Fulltrúar sveitarfélagsins og verkalýðsfélagsins hafa þungar áhyggjur af stöðu fyrirtækisins. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

„Staða PCC BakkaSilicon er grafal­var­leg og dreg­ur fram þá staðreynd að það má aldrei sofna á verðinum þegar kem­ur að sam­keppn­is­hæfni Íslands. Heims­hag­kerfið er í upp­námi um þess­ar mund­ir, meðal ann­ars vegna auk­inna viðskipta­hindr­ana – auk­inna tolla – en einnig vegna þess að ríki kepp­ast við að tryggja aðgang að hrávör­um og tækni.“

Þetta seg­ir Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, í sam­tali við Morg­un­blaðið. Fyr­ir­tækið á í mikl­um rekstr­ar­erfiðleik­um og er rekstr­ar­stöðvun í kort­un­um.

Aðal­steinn Bald­urs­son, formaður verka­lýðsfé­lags­ins Fram­sýn­ar, seg­ir stöðuna grafal­var­lega og kveðst treysta því að stjórn­völd sinni mál­inu og komi í veg fyr­ir að hópupp­sagn­ir verði í maí.

„Þetta er mjög þýðing­ar­mikið fyr­ir­tæki. Við sjá­um ekki hærri laun á svæðinu en hjá þessu fyr­ir­tæki. Þarna eru bestu laun­in þannig að þetta er mjög góður vinnustaður. Við sjá­um ekki önn­ur eins kjör hjá öðrum fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir hann.

Sig­urður seg­ir að ís­lensk stjórn­völd eigi að setja í al­gjör­an for­gang að efla sam­keppn­is­hæfni Íslands
en sam­keppn­is­hæfni sé nokk­urs kon­ar heims­meist­ara­mót ríkja í lífs­gæðum.

„Það er skýrt ákall frá iðnaðinum hér á landi um iðnaðar­stefnu, nán­ar til­tekið um heild­stæða stefnu­mörk­un sem tek­ur til orku­mála, starfs­um­hverf­is, þ.e. skatta, gjalda og reglu­verks, mennta­mála, innviðaupp­bygg­ing­ar og um­gj­arðar ný­sköp­un­ar til þess að efla sam­keppn­is­hæfni og verðmæta­sköp­un,“ seg­ir hann.

Hjálm­ar Bogi Hafliðason, for­seti sveit­ar­stjórn­ar Norðurþings, seg­ir að lok­un verk­smiðjunn­ar yrði þungt högg fyr­ir sam­fé­lagið.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert