Lítur málið gífurlega alvarlegum augum

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. mbl.is/Karítas

„Ég horfi þetta mál auðvitað gíf­ur­lega al­var­leg­um aug­um og það skipt­ir máli að það sé farið vel yfir þetta mál. Ég veit að dóms­málaráðherra er mér sam­mála hvað það varðar,“ seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra um hið svo­kallaða PPP-mál sem varðar um­fangs­mik­inn gagnaþjófnað úr kerf­um sér­staks sak­sókn­ara.

Greint var frá mál­inu í Kveik á þriðju­dag en þjófnaður­inn úr kerf­un­um átti sér stað fyr­ir rúm­um ára­tug.

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur falið lög­regl­unni á Suður­landi að rann­saka málið.

„Við eig­um auðvitað ekki að sætta okk­ur við, yf­ir­höfuð, svona meðferð upp­lýs­inga og þetta verður skoðað til hins fyllsta,“ seg­ir Kristrún.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert