Ríkissaksóknari hefur falið lögreglunni á Suðurlandi að rannsaka meint brot er varða umfangsmikinn gagnastuld úr kerfum sérstaks saksóknara fyrir rúmum áratug.
RÚV greinir frá greindi fyrst frá en Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari staðfestir þetta í skriflegu svari til mbl.is.
Ríkissaksóknari fari ekki með rannsókn sakamála og því hafi þar til bæru embætti verið falin rannsóknin
Áður hafði komið fram í yfirlýsingu frá ríkissaksóknara, í tengslum við umfjöllun RÚV, að tvö erindi hefðu borist embættinu vegna umfjöllunar um stolnu gögnin.