Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) gerir sér bæjarferð til Akureyrar um helgina og verður með tvær sýningar á uppfærslu sinni á hryllingssöngleiknum Rocky Horror Picture Show. Hefur söngleikurinn ekki verið sýndur í Hofi í 14 ár, eða síðan Leikfélag Akureyrar setti verkið á svið.
Sýningin sló í gegn í heimabyggð á nýliðnum vetri þar sem 11 sinnum var uppselt í Bifröst á Sauðárkróki. Leikstjóri er Eysteinn Ívar Guðbrandsson, Sigvaldi Helgi Gunnarsson hljómsveitarstjóri og Eydís Gauja Eiríksdóttir danshöfundur.
Fyrri sýning nemenda FNV í Hofi verður í kvöld kl. 20 og seinni sýning á sama tíma annað kvöld.