Setja upp Rocky Horror í Hofi

Frá uppfærslu Nemendafélags FNV á Rocky Horror.
Frá uppfærslu Nemendafélags FNV á Rocky Horror. Ljósmynd/Davíð Már

Nem­enda­fé­lag Fjöl­brauta­skóla Norður­lands vestra (FNV) ger­ir sér bæj­ar­ferð til Ak­ur­eyr­ar um helg­ina og verður með tvær sýn­ing­ar á upp­færslu sinni á hryll­ings­söng­leikn­um Rocky Horr­or Pict­ure Show. Hef­ur söng­leik­ur­inn ekki verið sýnd­ur í Hofi í 14 ár, eða síðan Leik­fé­lag Ak­ur­eyr­ar setti verkið á svið.

Sýn­ing­in sló í gegn í heima­byggð á nýliðnum vetri þar sem 11 sinn­um var upp­selt í Bif­röst á Sauðár­króki. Leik­stjóri er Ey­steinn Ívar Guðbrands­son, Sig­valdi Helgi Gunn­ars­son hljóm­sveit­ar­stjóri og Ey­dís Gauja Ei­ríks­dótt­ir dans­höf­und­ur.

Fyrri sýn­ing nem­enda FNV í Hofi verður í kvöld kl. 20 og seinni sýn­ing á sama tíma annað kvöld.

Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir í hlutverki sínu sem Janet og Tómas …
Emelí­ana Lillý Guðbrands­dótt­ir í hlut­verki sínu sem Janet og Tóm­as Bjarki Guðmunds­son sem Brad, aðal­per­són­ur söng­leiks­ins. Ljós­mynd/​Davíð Már
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert