Skellt í lás í verslun Pennans Eymundsson við Laugaveg

Verslun Pennans Eymundsson við Laugaveg.
Verslun Pennans Eymundsson við Laugaveg. Ljósmynd/Aðsend

Versl­un Penn­ans Ey­munds­son á Lauga­vegi verður skellt í lás klukk­an 18 í dag fyr­ir fullt og allt en Penn­inn ehf. hef­ur starf­rækt versl­un Penn­ans Ey­munds­son­ar á Lauga­vegi 77 frá ár­inu 2017.

„Leigu­samn­ing­ur­inn er runn­inn út og það stend­ur til að breyta efri hæðum húss­ins í íbúðir,“ seg­ir Ingimar Jóns­son, for­stjóri Penn­ans ehf. „Við treyst­um okk­ur ekki til að reka versl­un­ina meðan á fram­kvæmd­um stend­ur,“ er haft eft­ir Ingimar í til­kynn­ingu frá Penn­an­um.

Opna á Sel­fossi

Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að þegar versl­un­inni við Lauga­veg verður lokað verður inn­rétt­ing­um og vör­um ekið á Sel­foss.

„Við erum að opna stærri og glæsi­legri versl­un á Sel­fossi á næstu vik­um. Búðin á Sel­fossi verður 350 fer­metr­ar í nýju húsi við Lar­senstræti sem er afar öfl­ugt versl­un­ar­svæði,“ seg­ir Ingimar.

Þá hafa versl­an­ir Penn­ans Ey­munds­son við Skóla­vörðustíg og í Aust­ur­stræti verið end­ur­skipu­lagðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert