Talsverðar leysingar í Goðafossi

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Tals­verðar leys­ing­ar hafa verið í Goðafossi í Skjálf­andafljóti í Bárðar­dal en foss­inn er afar fjöl­sótt­ur ferðamannastaður.

    Vil­hjálm­ur Gríms­son, bóndi á Rauðá sem er ofan við Foss­hól sem er við Goðafoss, seg­ir í sam­tali við mbl.is að leys­ing­arn­ar núna séu ekk­ert óeðli­leg­ar en hann á helm­ing af landi að Goðafossi aust­an­meg­in.

    Mynd frá Goðafossi í morgun.
    Mynd frá Goðafossi í morg­un. Ljós­mynd/​Guðlaug­ur J. Al­berts­son

    „Þær eru samt svo­lítið mikl­ar miðað við að hér er gjör­sam­lega snjó­laust og það eru bara smá skafl­ar í efstu fjöll­um í Bárðar­dal en mik­il úr­koma hef­ur skapað þess­ar leys­ing­ar,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

    Hann seg­ir að foss­inn hafi verið mjög vatns­mik­ill í fyrra­dag í mikl­um leys­ing­um en dregið hafi úr þeim.

    Spænskir ferðamenn sitja að snæðingi við Goðafoss í morgun.
    Spænsk­ir ferðamenn sitja að snæðingi við Goðafoss í morg­un. Ljós­mynd/​Guðlaug­ur J. Al­berts­son

    „Maður er bú­inn að horfa á foss­inn í rúm 50 ár. Maður sér breyt­ing­ar á hon­um í svona aðstæðum en maður kipp­ir sér ekk­ert upp við það,“ seg­ir hann.

    Spurður hvort það sé mik­ill ferðamanna­straum­ur að foss­in­um seg­ir hann:

    „Á bestu dög­um eru að fara þarna um tvö til þrjú þúsund manns og þegar skemmti­ferðaskip­in koma til Ak­ur­eyr­ar flykkj­ast ferðamenn að Goðafossi,“ seg­ir hann.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert