Þrjár tilnefningar til jafnréttisverðlauna Vigdísar

Valnefnd jafnréttisverðlaunanna árið 2025.
Valnefnd jafnréttisverðlaunanna árið 2025. Ljósmynd/Stjórnarráðið.

Til­kynnt var í dag um til­nefn­ing­ar til Jafn­réttis­verðlauna Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur, en þau eru sam­eig­in­legt fram­tak ís­lenskra stjórn­valda og þings Evr­ópuráðsins.

Verðlaun­un­um eru ætlað að verðlauna ein­stak­linga eða sam­tök sem stuðla að eða styðja á framúrsk­ar­andi hátt við vald­efl­ingu kvenna. 

Val­nefnd hef­ur nú til­kynnt um þær þrjár til­nefn­ing­ar sem eru í loka­vali verðlaun­anna þetta árið. Alls bár­ust nefnd­inni 111 til­nefn­ing­ar víðsveg­ar að úr heim­in­um en verðlaun­in eru veitt í annað skipti þetta árið. Þetta kem­ur fram á vef stjórn­ar­ráðsins.  

Þrír hljóta til­nefn­ingu til verðlaun­anna þetta árið en það eru The Green Gir­ls Org­an­isati­on frá Kam­erún, Gisèle Pelicot frá Frakklandi og Women of the sun frá Palestínu. 

The Green Gir­ls Org­an­isati­on

The Green Gir­ls Org­an­isati­on eru sam­tök stofnuð af Mon­ique Nt­umngia sem veitt hafa yfir 12.000 kvenna og stúlkna þjálf­un í sól­ar­orku­tækni, gervi­greind­ar­drifn­um lofts­lags­lausn­um og grænu frum­kvöðla­starfi.

Einnig tengja sam­tök­in kon­ur við at­vinnu­lífið með fjár­magni og tengsl­um og berj­ast fyr­ir kynja­jafn­rétti í lofts­lags­stefn­um. 

Gisèle Pelicot 

Gisèle Pelicot var á níu ára tíma­bili, frá ár­un­um 2011 til 2020, ít­rekað byrluð lyf og nauðgað af eig­in­manni sín­um. Eig­inmaður henn­ar bauð einnig tug­um karla að brjóta á henni á meðan hún var meðvit­und­ar­laus. 

Gisèle krafðist þess sjálf að rétt­ar­höld­in yfir eig­in­mann­in­um væru opin al­menn­ing og fjöl­miðlum sem viður­kenn­ingu á sögu henn­ar. Þetta hef­ur gert hana að tákni hug­rekk­is og bar­áttu gegn kyn­bundnu of­beldi og hef­ur ákvörðun henn­ar um að halda rétt­ar­höld­un­um opn­um breytt lög­gjöf í Frakklandi um skil­grein­ingu á nauðgun, ásamt því að vekja at­hygli um all­an heim á lyfjanauðgun­um. 

Women of the Sun 

Women of the sun eru sjálf­stæð palestínsk sam­tök stofnuð af Reem Hajajreh. Sam­tök­in skapa tæki­færi fyr­ir palestínsk­ar kon­ur að kom­ast inn í karllæg svið eins og stjórn­mál, viðskipti og tækni. 

Ásamt því hafa sam­tök­in leitt sam­an palestínsk­ar og ísra­elsk­ar kon­ur til að stuðla að og efla sam­ræður og skiln­ing þeirra á milli í von um að brjóta niður múra og for­dóma þeirra á milli. 

Til­kynnt um verðlauna­hafa

Verðlauna­hafi árs­ins 2025 verður kynnt­ur við form­lega at­höfn á setn­ingu þings Evr­ópuráðsins í Strass­borg þann 23.júní.

Íslensk stjórn­völd greiða 60.000 evr­ur í vinn­ing ásamt viður­kenn­ing­ar­skjali og verðlauna­grip sem að þessu sinni er lista­verkið „Kvika" eft­ir Bryn­hildi Þor­geirs­dótt­ur sem unnið er úr ís­lensku hrauni og gleri. 

Fyrstu Jafn­réttis­verðlaun Vig­dís­ar voru veitt árið 2024 til Irida Women´s Center í Grikklandi. Það er grasrót­ar­hreyf­ing sem vinn­ur að já­kvæðum breyt­ing­um kvenna sem lifa við fá­tækt, fé­lags­lega ein­angr­un eða kyn­bundið of­beldi. 

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um verðlaun­in má finna á vef þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert