Tilgangslausar hleranir sem fóru á flakk

„Hler­an­ir sem mjög óskýrt var hvaða til­gangi þjónuðu, voru geymd­ar með mjög frjáls­leg­um hætti, sættu engu eft­ir­liti og fóru svo á flakk í meðför­um ein­hverra manna sem ákváðu að fara að selja sig og sitt siðleysi hæst­bjóðanda,“ seg­ir Odd­ur Ástráðsson, lögmaður og meðeig­andi á lög­manns­stof­unni Rétti um stuld á gögn­um hjá embætti sér­staks sak­sókn­ara.

Enn frem­ur bend­ir Odd­ur á það að Sig­ríður J. Friðjóns­dótt­ir rík­is­sak­sókn­ari hafi haft orð á því árið 2011 að embættið gæti ekki sinnt eft­ir­liti með hler­un­um. Í því fólst meðal ann­ars eft­ir­lit með eyðingu gagna. 

Eins og fram hef­ur komið tóku Jón Óttar Ólafs­son og Guðmund­ur Hauk­ur Gunn­ars­son, þá lög­reglu­menn hjá embætti sér­staks sak­sókn­ara, hler­un­ar- og rann­sókn­ar­gögn ófrjálsri hendi. Notuðu þeir gögn­in til að selja þjón­ustu sína í ráðgjafa­fyr­ir­tæk­inu PPP.

Oddur Ástráðsson, lögmaður.
Odd­ur Ástráðsson, lögmaður. Ljós­mynd/​Aðsend

Gassa­gang­ur á kostnað mann­rétt­inda

Odd­ur skrifaði árið 2015 loka­rit­gerð í lög­fræði um hler­an­ir, m.a. í tengsl­um við fall gömlu bank­anna árið 2008. Hef­ur hann fylgt mál­efn­inu eft­ir af áhuga síðan þá.

Hann seg­ir frá­sagn­ir af stuldi lög­reglu­mann­anna á gögn­um öðrum þræði end­ur­spegla að til­gang­ur­inn hafi helgað meðalið þegar kom að því að rann­saka ætluð brot banka­manna.

„Mér finnst blasa við þegar nú ber­ast frétt­ir af því að gögn­um úr hler­un­um var stolið af embætti sér­staks sak­sókn­ara að þar létu menn kappið bera feg­urðina of­urliði og gengu fram með gassa­gangi á kostnað mann­rétt­inda sak­born­inga,“ seg­ir Odd­ur.

Hler­an­ir ekki þjónað nein­um til­gangi 

„Hler­an­irn­ar þjónuðu eng­um til­gangi og mér er ekki kunn­ugt um að þær hafi gagn­ast við neitt af þeim saka­mál­um sem voru í gangi eft­ir hrun,“ seg­ir Odd­ur og bend­ir á að flest­ar hler­an­irn­ar hefðu verið fram­kvæmd­ar mörg­um árum eft­ir meint brot. Vana­lega séu hler­an­ir notaðar til að kom­ast á snoðir um brot sem til stend­ur að fremja.

99,3% símahlerana voru samþykktar á árunum 2008-2012.
99,3% síma­hler­ana voru samþykkt­ar á ár­un­um 2008-2012. mbl.is/​Golli

Sig­ríður sagðist ekki geta sinnt eft­ir­liti

Hann seg­ir að eng­ar skráðar regl­ur hafi verið um meðferð sím­tala sem tek­in voru upp í hler­un­um. Fram kom í máli Ólafs Þórs Hauks­son­ar, nú­ver­andi héraðssak­sókn­ara og fyrr­ver­andi sér­stak­ur sak­sókn­ari, í sam­tali við mbl.is í gær að starfs­fólk hafi haft aðgengi að þeim eft­ir henti­semi án þess að eft­ir­lit væri með því.

„Það breyt­ir því ekki að lög­regla hefði þurft að gæta að því að þessi gögn færu aldrei til óviðkom­andi og aldrei á flakk,“ seg­ir Odd­ur.

„Sér­stak­ur sak­sókn­ari fram­kvæmdi hler­un­ina en rík­is­sak­sókn­ari átti að hafa eft­ir­lit með lög­mæti þeirra. En hvort tveggja var í lamasessi. Rík­is­sak­sókn­ari átti að sjá til þess að gögn­um yrði eytt og að fram­kvæmd þeirra væri í lagi,“ seg­ir Odd­ur.

Sak­sókn­ari sagðist ekki geta sinnt eft­ir­liti

Eft­ir­litið átti að vera í hönd­um rík­is­sak­sókn­ara. Í því sam­hengi er vert að nefna að árið 2011 ritaði Sig­ríður J. Friðjóns­dótt­ir, rík­is­sak­sókn­ari, grein í tíma­riti fé­lags lög­fræðinga und­ir yf­ir­skrift­inni Ákæru­vald á kross­göt­um þar sem hún seg­ir frá því að embættið hafi ekki tök á því að sinna því lög­bundna eft­ir­liti. Bar hún við fjár­skorti og mann­eklu í grein­inni.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert