Ekki ástæða til afsagnar sem stendur

Ólafur Þór Hauksson í skikkju sérstaks saksóknara árið 2014.
Ólafur Þór Hauksson í skikkju sérstaks saksóknara árið 2014. mbl.is/Þórður

Ólaf­ur Þór Hauks­son héraðssak­sókn­ari tel­ur sem stend­ur ekki ástæðu til af­sagn­ar vegna um­fangs­mik­ils gagnastuld­ar frá embætti sér­staks sak­sókn­ara meðan það embætti var og hét og hann gegndi því. Hann full­yrðir að rann­sókn­araðferðir og gagna­öfl­un hafi alltaf verið inn­an laga­heim­ilda og dóms­úrsk­urða hafi verið aflað fyr­ir öll­um hler­un­um.

„Það er ekki hægt að fá hlust­un fram­kvæmda nema þú sért með dóms­úrsk­urð. Þetta fer á milli stofn­ana og þar er ský­laus krafa um dóms­úrsk­urð og það er aldrei sett í fram­kvæmd hlust­un nema dóms­úrsk­urður liggi fyr­ir,“ seg­ir Ólaf­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert