Enduðu á mannlausum stað úti í hrauni

Leigubílstjórinn þóttist starfa fyrir Hreyfil. Síðar kom í ljós að …
Leigubílstjórinn þóttist starfa fyrir Hreyfil. Síðar kom í ljós að hann var ekki skráður á neina stöð. mbl.is/Unnur Karen

Lög­fræðing­ur­inn Brynj­ólf­ur Sveinn Ívars­son seg­ir það virðast sem dag­legt brauð að svindlað sé á ferðamönn­um hér á landi.

Ný­lega hafi leigu­bíl­stjóri haft rúm­ar 27.000 krón­ur af tveim­ur áströlsk­um kon­um fyr­ir ferð sem skilaði þeim ein­ung­is á mann­laus­an stað í hrauni Hafn­ar­fjarðar.

Fór 20.000 krón­um yfir áætlað verð

Brynj­ólf­ur seg­ir að skjól­stæðing­ar sín­ir hafi ætlað að taka leigu­bíl frá miðbæ Reykja­vík­ur í norður­ljósa­ferð sem átti að hefjast við Bláfjalla­veg. Leigu­bíl­stjór­inn, sem sé af sómölsk­um upp­run­ar, hafi þóst starfa fyr­ir Hreyf­il og gefið upp að áætlað verð væri um 7.000 krón­ur.

„Leigu­bíl­stjór­inn keyrði hins­veg­ar skjól­stæðinga mína, sem eru tvær ástr­alsk­ar kon­ur, upp á skíðasvæðið í Bláfjöll­um, síðan keyrði hann þær á rétt­an áfangastað en þá höfðu þær auðvitað misst af norður­ljósa­ferðinni og enduðu þá á mann­laus­um stað út í hrauni í Hafnar­f­irði. Til þess eins að neyðast til þess að taka leigu­bif­reið til baka. Fyr­ir þessa af­bragðsþjón­ustu voru þær rukkaðar um 27.500 kr,“ skrif­ar hann á Face­book.

Þá seg­ir hann ekki hlaupið að því að ferðamenn leiti rétt­ar síns eft­ir svona svindl hér á landi.

„Það versta er að þetta virðist vera dag­legt brauð og ekk­ert ber á snemm­tækri íhlut­un jafn­vel þó að menn bein­lín­is gera út á að svindla á ferðamönn­um.“

Erfitt fyr­ir ferðamenn að vita hvert eigi að leita

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Brynj­ólf­ur málið hafa komið upp í lok mars. Það hafi komið á hans borð eft­ir að hon­um var bent á það af öðrum leigu­bíl­stjór­um.

„Þeir eru mjög ósátt­ir af því það eru svo marg­ir sem eru að koma og svindla hægri vinstri, gera bara út á það að svindla, og það hef­ur ekki haft nein­ar af­leiðing­ar hingað til.“

Hann seg­ir að þetta sé í fyrsta skipti sem að hann taki að sér mál af þess­um toga. Hann viti þó til þess að marg­ir séu farn­ir að kvarta yfir leigu­bíla­ferðum sem séu allt í einu orðnar rosa­lega dýr­ar.

Þá seg­ir hann það erfitt fyr­ir ferðamenn að vita hvað þeir eigi að gera og hvert eigi að leita þegar þeir lenda í at­vik­um sem þess­um. Hægt væri að leggja fram kæru til lög­regl­unn­ar en það tæki hins veg­ar lang­an tíma þar sem mál af þess­um toga eru ekki í for­gangi.

„Þetta eru nátt­úru­lega fjár­svik“

Brynj­ólf­ur seg­ir að kon­urn­ar tvær hafi tekið niður bíl­núm­er leigu­bíl­stjór­ans og verið með góða lýs­ingu á hon­um. Þannig hafi verið kom­ist að því að hann hafi ekki starfað hjá Hreyfli. Þvert á móti sé hann ekki skráður á neina stöð held­ur ein­ung­is skráður með leigu­bíl sem hann rek­ur.

Aðspurður seg­ist Brynj­ólf­ur nú geta leitað til úr­sk­urðanefnd­ar vöru- og þjón­ustu­kaupa vegna máls­ins en einnig til lög­regl­unn­ar.

„Af því þetta eru nátt­úru­lega fjár­svik. Það má mjög auðveld­lega halda því fram, af því að ásetn­ing­ur­inn virðist hafa verið að fara með þær í ein­hverj­ar þvælu­ferðir og rukka þær síðan svona rosa­lega mikið.“

Mun láta Sam­göngu­stofu vita

Hann seg­ir þó ekki mikið að hafa upp úr mál­um sem þess­um. Hags­mun­ir séu ekki þannig að það borgi sig að ráða lög­mann í svona mál­um.

Þá mun hann ekki rukka ferðamenn­ina sjálfa held­ur taka pró­sentu af þeirri greiðslu sem næst eða þá fá greidd­an dæmd­an máls­kostnað. Hann seg­ir það þó ekki skyn­sam­legt að leita til dóm­stóla í mál­um sem þess­um.

Um leigu­bíl­stjór­ann sjálf­an seg­ir Brynj­ólf­ur það vera erfitt fyr­ir Sam­göngu­stofu að bregðast við með af­ger­andi hætti þar sem leigu­bíl­stjór­ar þurfi í raun að verða sak­felld­ir fyr­ir af­brot svo eitt­hvað sé gert.

„En maður skrif­ar auðvitað Sam­göngu­stofu og læt­ur vita.“

„Ég myndi sjálf­ur heim­færa þetta und­ir fjár­svik. Leigu­bíl­stjór­ar á Íslandi eiga al­veg að vita hvar norður­ljósa­ferðirn­ar eru,“ seg­ir lögmaður­inn að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert