Húseiganda synjað um bílastæði á lóð

Hér má sjá eitt af fjölmörgum bílastæðum sem eru við …
Hér má sjá eitt af fjölmörgum bílastæðum sem eru við götuna. mbl.is

Eig­end­ur húss við Fjólu­götu í Reykja­vík hafa fengið synj­un við þeirri ósk að fá að út­búa bíla­stæði á lóð sinni.

Skipu­lags­full­trúi borg­ar­inn­ar hafði tekið nei­kvætt í er­indið og skaut hús­eig­and­inn þeirri ákvörðun til um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar.

Á fundi ráðsins 30. apríl sl. var niðurstaða skipu­lags­full­trúa staðfest með fjór­um at­kvæðum full­trúa Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Sósí­al­ista og Flokks fólks­ins gegn tveim­ur at­kvæðum Sjálf­stæðis­flokks­ins og einu at­kvæði Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins töldu í bók­un rétt að heim­ila viðkom­andi hús­eig­end­um að leggja bif­reiðastæði á lóð sinni, líkt og fjöl­mörg for­dæmi eru fyr­ir í göt­unni og öðrum nær­liggj­andi göt­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert