Inga Sæland grefur sig djúpt ofan í jörð

Current Time 0:00
Duration 0:08
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:08
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected
Skip in 5...

Í nýj­asta þætti Spurs­mála var farið yfir það helsta sem var um að vera á sam­fé­lags­miðlum hjá ráðamönn­um þjóðar­inn­ar í vik­unni. Yf­ir­ferðina má sjá í meðfylgj­andi mynd­skeiði en henni verður einnig gerð skil hér að neðan með líf­leg­um hætti.

Af­mæl­is­fjöld­inn afrakst­ur greddupadd­anna

Ein­hvern veg­inn hef ég það á til­finn­ing­unni að „suns out guns out“ hafi svo­lítið verið þema vik­unn­ar og mögu­lega er það þema bara komið til að vera. Ansi freist­andi að láta á það reyna að fá þrjár frekn­ur á smettið með því að sleikja sól­ina í þetta kort­er sem hún læt­ur sjá sig.

Sól­skinsvím­an virðist líka stuðla að auk­inni hreyf­ingu og í kjöl­farið eru all­ir sam­fé­lags­miðlar mor­andi í ein­hvers kon­ar hlaupa-, hjóla-, rækt­ar-, kíló­metra­fjölda- og fjalla­hæðamont færsl­um. Sér í lagi á sam­fé­lags­miðlum stjórn­mála­fólks sem finn­ur þörf fyr­ir að monta sig af öllu sem það ger­ir.

En það var ein­mitt hreyfimont sem ein­kenndi sam­fé­lags­miðlafærsl­urn­ar í líðandi viku ásamt af­mæl­is­monti.

Það áttu greini­lega all­ir og ömm­ur þeirra af­mæli á dög­un­um. Kannski ekk­ert eins ís­lensk­ara en það að all­ir eigi af­mæli á þess­um tíma árs. Því þá eru alltaf slétt­ir níu mánuðir frá versl­un­ar­manna­helg­inni. Sem þýðir full meðganga. Sem þýðir að gröðustu par­tí­dýr­in hafi hent í getnað.

En hvað um það.. Áfram með smjörið!

Inga Sæland er snillingur í að grafa holur.
Inga Sæ­land er snill­ing­ur í að grafa hol­ur. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Halla Hrund fór létt með Lunda­hlaupið

Fjalla-Halla, Hlaupa-Halla eða bara okk­ar eina sanna Halla Hrund hent­ist í Herjólf um síðustu helgi og hljóp maraþon ásamt eig­in­manni sín­um í Lunda­hlaup­inu í Eyj­um í blíðskap­ar­veðri. Hún fór sko létt með það og blés varla úr nös - geggjuð!

Vin­kvenna þrenn­ur Þor­gerðar

Togga Gunn trimmaði upp Skála­fell frá Ytri-Þurá í vik­unni. Er ein­hver með landa­kort hérna „pretty plea­se“? Það eru kannski ekk­ert all­ir kunn­ug­ir staðhátt­um um all­ar heims­ins búj­arðir og sveita­býli sko. En hún var alla vega sér­lega í góðum fé­lags­skap vin­kvenna sinna þeirra Tobbu og Birtu. Birta er sko loðvin­kona Toggu sem greini­lega fær mjög oft og mikið að éta og hef­ur gott af því að fara stund­um upp á fjöll. Án þess að hér sé verið að fitu­smána menn og dýr.

Og svo fór hún líka til Svíd­en með Höllu Tomm, for­seta og Covid-Ölmu. Ég nefni­lega held sko að þær séu orðnar bestís núna. Þær kíktu í rík­is­heim­sókn til Sví­a­kon­ungs. Þar hittu þær alla sænsku elít­una og fullt af ein­hverj­um silki­húf­um sem meðal­greind­ir mannap­ar eins og ég og þú kunn­um eng­in deili á.

Þyngd­ar­stjórn­un­ar­átaki borg­ar­inn­ar hrint af stað

Heiðvirt­asti borg­ar­inn, Heiða Björg borg­ar­stjóri, hleypti þyngd­ar­stjórn­un­ar­átak­inu Hjólað í vinn­una af stokk­un­um á dög­un­um og þar með þeys­ist hún nú um alla borg á reiðhjóli eins og Gísli Marteinn vin­ur henn­ar. Fyr­ir­mynd­ar­borg­ar­ar þau tvö!

Þreföld heima­vinna - tjékk!

Hinn mar­grómaði sjálfu­kóng­ur Íslands, Pawel Bartoszek, var í mega stuði í vik­unni og skilaði þre­faldri heima­vinnu. Hann er held­ur bet­ur bú­inn að stúd­era réttu hand­tök­in til þess að taka hina full­komna sjálfu. Sjáið þenn­an snúð?! Mesta krútt í heiiiimi!

View this post on In­sta­gram

A post shared by Pawel Bartoszek (@pawel.bartoszek)

View this post on In­sta­gram

A post shared by Pawel Bartoszek (@pawel.bartoszek)

View this post on In­sta­gram

A post shared by Pawel Bartoszek (@pawel.bartoszek)

Lofts­lagsridd­ar­inn flaug til Lit­há­en

Pírataprins­ess­an og lofts­lagsridd­ar­inn, Dóra Björt, flaug frá Kefla­vík­ur­flug­velli til Lit­há­en í flug­vél, mjög stórri farþega­flug­vél eða sko mjög stórri breiðþotu sem brenn­ir mjög miklu eldsneyti, til að vera viðstödd lofts­lags­ráðstefnu og sækja viður­kenn­ing­ar­skjal í þágu lofts­lags­mála. Mhm, já ein­mitt. Talandi um að vera kannski „ogguponkupínu­lítiðsmá“ í þver­sögn við sjálf­an sig. En von­andi var gam­an. Alltaf gam­an að kom­ast á Loks­ins-bar í Frí­höfn­inni og ná sé í eins og eitt tyggjókart­on þar í leiðinni. Eða er það al­veg búið eða?

Inga með skófl­una á lofti í Hvera­gerði

Inga Sæ­land hugsaði um síns eig­ins typpi í vik­unni eins og svo oft áður og tryggði sér pláss á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Ási í Hvera­gerði - ekki er hún nú að yngj­ast neitt frek­ar en við hin. En hún tók fyrstu skóflu­stung­una að nýju hjúkr­un­ar­heim­ili þar í bæ og gerði hún það bara býsna vel. Aug­ljós­lega ekki fyrsta eða síðasta djúpa hol­an sem hún gref­ur. EINN, TVEIR OG LYFTA!

„60 is the new 40“

Já, ég var búin að segja ykk­ur frá af­mæl­is dob­í­unni og hún Rósa Guðbjarts veit held­ur bet­ur hvað klukk­an slær. Hún seg­ir sex­tugs­ald­ur­inn vera hinn nýja fer­tugs­ald­ur. Við skul­um bara leyfa henni að halda það. Maður á að bera virðingu fyr­ir eldra fólki. Þess­ari rán­dýru mynd úr sex­tugsaf­mæli blaðasnáps­ins Drésa Magg deildi hún á In­sta­gram. Núm­er hvað ætli þessi sam­koma sé sem par­tíref­ur­inn Jakob Frí­mann Magnús­son læt­ur sjá sig í? Ég ef­ast um að ein­hver kunni að telja svo hátt.

Miðflokk­sprins­inn 28 ára

Snúlli Más­son átti af­mæli á dög­un­um og afsannaði kenn­ingu Rósu. Ef maður vissi ekki bet­ur þá héldi maður að hann hefði verið að fagna 58 ára af­mæli en ekki 28 ára bara svona miðað við áhuga­mál, tals­máta, klæðaburð og fas og ým­is­legt fleira. Samt alltaf flott­ur sko og mesti snúll­inn. Það breyt­ist aldrei. Til hammó með ammó snúll­haus.

Af­mæl­is­dótt­ir og skipu­lags­slys

Hild­ur Björns fagnaði ell­efu ára af­mæl­is­dótt­ur í vik­unni með sætri mynda­færslu á In­sta­gram. svo kjút mæðgur. En svo vek­ur það alltaf jafn mikla at­hygli hvað Hild­ur Björns, þessi ró­lynd­is, sæta og geðþekka dúkku­stelpa, verður alltaf reið þegar hún ræðir um öll skipu­lags­slys­in í borg­inni. Ég er al­veg sam­mála henni þarna. Hvernig á fólk að geta tanað sem býr í öll­um þess­um skugga­hverf­um víðs veg­ar um borg? Er eng­inn að pæla í D-víta­mín skorti lands­manna leng­ur?

Sótt­hreinsi-Sanna 33 ára 

Sanna Magda­lena var 33 ára af­mæl­isprins­essa á dög­un­um. Til ham­ingju með þig flotta kona! Tók hún til hend­inni og sótt­hreinsaði heim­ilið áður en hún hélt upp á árin þrjá­tíu og þrjú í góðra vina hópi. Dulle deppa - við erum stolt af þér.

Af­mæl­is­brósi

Krulli Sibba­son, bróðir Áslaug­ar Örnu, átti líka af­mæli í vik­unni og að sjálf­sögðu deildi hún krútt­legri af­mæliskveðju til bróður síns. Enda hafa þau systkin­in gengið í gegn­um þunnt og þykkt sam­an. Svo var nátt­úru­lega al­ger flug­elda­sýn­ing þegar Áslaug greindi frá því að hún ætli að setj­ast á skóla­bekk í New York. Við erum strax svo sorg­mædd af söknuði að við vilj­um varla ræða þetta. 

Tví­tugsaf­mælið haldið á knatt­leik

Ingi­björg Isak­sen átti líka af­mæl­is­dótt­ur á dög­un­um og skemmti fjöl­skyld­an sér vel á ein­hverj­um bol­takapp­leik ein­hvers staðar í út­lönd­um. Jeiiij gam­an.

Kópa­vogs­borg 70 ára!

Heyrðu svo er það af­mæli ald­ar­inn­ar. Ásdís Kristjáns borg­ar­stjóri í Kópa­vogi, jú víst, Kópa­vog­ur er víst borg! Hún ætl­ar að bjóða lands­mönn­um öll­um í köku og meððí í Smáralind á laug­ar­dag­inn í til­efni af sjö­tíu ára af­mæli Kópa­vogs­borg­ar. Kópa­vogs-gangster­inn Herra hnetu­smjör ætti nátt­úru­lega að henda í af­mæl­is­söng. Ég skal hjálpa þér Herra, bara svona til að koma þér af stað:

Sjö­tíu ár - Kóp city
Að búa þar er bara alls ekk­ert sjittí
Með Ásdísi Kristjáns í brúnni
Hey náið í champagne handa frúnni
Af dýr­ustu sort
Þá slepp­um við að senda bæn­um af­mæl­iskort

Sjá­umst í Smáralind!


Nýj­asta þátt Spurs­mála má í heild sinni nálg­ast í spil­ar­an­um hér að neðan:


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert