Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 varð um 3,2 km norðnorðaustur af Herðubreið klukkan 9.36 í morgun.
Þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofunnar. Segir þar að tveir minni skjálftar hafi fylgt í kjölfarið.
„Jarðskjálftar eru algengir á svæðinu. Síðast varð skjálfti af svipaðri stærð við Herðubreið í mars 2023,“ segir í tilkynningu.