Lögreglan lagði hald á snáka

Lögreglan birti þessa mynd af tveimur snákum sem voru handlagðir.
Lögreglan birti þessa mynd af tveimur snákum sem voru handlagðir. Ljósmynd/Lögreglan

Tveir sná­k­ar fund­ust í heima­húsi á höfuðborg­ar­svæðinu og lagði lög­regl­an hald á þá, að því er lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu grein­ir frá á Face­book.

Seg­ir þar að það að eiga við sná­ka sé ekki dag­leg­ur viðburður en það ger­ist endr­um og eins.

Í þessu til­felli er um að ræða brot á lög­um um inn­flutn­ing dýra.

„Í fram­hald­inu voru gerðar viðeig­andi ráðstaf­an­ir, en í því felst að lóga og farga dýr­um sem þess­um,“ seg­ir í færslu lög­regl­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert