Tveir snákar fundust í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu og lagði lögreglan hald á þá, að því er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá á Facebook.
Segir þar að það að eiga við snáka sé ekki daglegur viðburður en það gerist endrum og eins.
Í þessu tilfelli er um að ræða brot á lögum um innflutning dýra.
„Í framhaldinu voru gerðar viðeigandi ráðstafanir, en í því felst að lóga og farga dýrum sem þessum,“ segir í færslu lögreglunnar.