Saksóknari samdi við PPP

Samningurinn er undirritaður af Ólafi Þ. Haukssyni sérstökum saksóknara og …
Samningurinn er undirritaður af Ólafi Þ. Haukssyni sérstökum saksóknara og eigendum PPP sf. mbl.is/Árni Sæberg

Sér­stak­ur sak­sókn­ari gerði verk­taka­samn­ing við fyr­ir­tækið PPP sf. um rann­sókn á til­teknu saka­máli. Fram kem­ur í samn­ingn­um, sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um, að fyr­ir­tækið eigi að ljúka rann­sókn sem eig­end­urn­ir höfðu áður sinnt sem starfs­menn sak­sókn­ara.

Samn­ing­ur­inn er und­ir­ritaður af Ólafi Þ. Hauks­syni sér­stök­um sak­sókn­ara og eig­end­um PPP sf., þeim Guðmundi Hauki Gunn­ars­syni og Jóni Ótt­ari Ólafs­syni. Þeir tveir síðar­nefndu stofnuðu fyr­ir­tækið meðan þeir voru enn starfs­menn sér­staks sak­sókn­ara og í des­em­ber 2011 störfuðu þeir sam­hliða fyr­ir embættið og ný­stofnað fyr­ir­tæki sitt, að því er virðist að sömu verk­efn­um.

Eft­ir að grun­ur vaknaði um að þeir hefðu stolið gögn­um hjá embætt­inu og rofið þagn­ar­skyldu voru þeir kærðir til rík­is­sak­sókn­ara.

Í skýrslu­töku lög­reglu af Ólafi Þ. Hauks­syni, sem blaðið hef­ur einnig und­ir hönd­um, kem­ur fram að hon­um hafi verið vel kunn­ugt um stofn­un PPP og mark­mið fyr­ir­tæk­is­ins, sem voru afar áþekk störf en fyr­ir slita­stjórn­ir, þrota­bú og aðra ríka hags­munaaðila.

Fleiri koma að mál­inu

Í gær ákvað rík­is­sak­sókn­ari að fela lög­regl­unni á Suður­landi rann­sókn máls­ins, en líkt og fram kom í blaðinu í gær snýr hluti þess að embætt­is­færslu Sig­ríðar J. Friðjóns­dótt­ur rík­is­sak­sókn­ara, sem lét rann­sókn gagnaleka niður falla 2012.

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra bind­ur von­ir við frum­kvæði eft­ir­lits­nefnd­ar með störf­um lög­reglu, en hún get­ur hins veg­ar ekki rann­sakað þátt sak­sókn­ar­anna.

Fyr­ir­hugað er að málið verði tekið upp á fundi stjórn­skip­un­ar- og efna­hags­nefnd­ar Alþing­is á mánu­dag. Blaðið hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að Grím­ur Gríms­son, þingmaður Viðreisn­ar og nefnd­armaður, muni ekki sækja fund­inn, en hann var sam­starfsmaður Jóns Ótt­ars og Guðmund­ar Hauks hjá embætti sér­staks sak­sókn­ara á sín­um tíma.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert