Spá frosti inn til landsins

Hitaspá Veðurstofunnar klukkan 4 aðfaranótt sunnudags.
Hitaspá Veðurstofunnar klukkan 4 aðfaranótt sunnudags. Kort/Veðurstofa Íslands

Í dag er spáð minnk­andi suðvestanátt, að því er fram kem­ur í hug­leiðing­um veður­fræðings Veður­stofu Íslands.

Seinni part dags verður gola eða kaldi. Má bú­ast við skúr­um eða élj­um all­víða og það verði frem­ur svalt.

Í kvöld stytt­ir upp vest­an til en í nótt er spáð vægu frosti inn til lands­ins.

Hlýn­ar aðeins

Á morg­un er spáð suðvestanátt 3-10 m/​s, en 8-13 norðvest­an­lands síðdeg­is.

Á aust­an­verðu land­inu verður létt­skýjað en skýjað með köfl­um á vest­an­verðu land­inu en þar gætu fallið stöku skúr­ir. Hlýn­ar aðeins í veðri.

„Á mánu­dag er út­lit fyr­ir nokkuð stífa suðvestanátt með björtu veðri fyr­ir norðan og aust­an, en skýjuðu og úr­komu­litlu veðri suðvest­an­lands. Hiti 7 til 16 stig, hlýj­ast eystra,“ seg­ir í hug­leiðing­un­um.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert