Nýjar rannsóknir á skógarmítlum sem fundist hafa hér sýna að hluti þeirra hefur borið með sér bakteríu sem getur valdið svonefndum Lyme-sjúkdómi.
„Við töldum víst að það væru sýklar í þeim mítlum sem hingað koma því þeir koma frá svæðum þar sem slíkir sýklar eru þekktir. Það er ágætt að fólk sé meðvitað um þetta,“ segir Matthías S. Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Skógarmítill er ekki landlægur hér.
Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag. Einnig má nálgast hana án endurgjalds í Mogganum, nýju appi Morgunblaðsins og mbl.is.