Fjórir þjófar réðust á starfsmann matvöruverslunar er starfsmaðurinn reyndi að stöðva þá við verknaðinn.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu í morgun.
Meintir þjófar og árásarmenn höfðu yfirgefið svæðið er lögreglu bar að garði og fundust þeir ekki.
Einnig tilkynntu erlendir ferðamenn lögreglu um vasaþjófnað í miðbæ Reykjavíkur.
Þá varð árekstur tveggja bifreiða. Eignatjón varð og ökumenn og farþegar slösuðust lítillega.