Þjófar réðust á starfsmann matvöruverslunar

Meintir þjófar og árásarmenn fundust ekki.
Meintir þjófar og árásarmenn fundust ekki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjór­ir þjóf­ar réðust á starfs­mann mat­vöru­versl­un­ar er starfsmaður­inn reyndi að stöðva þá við verknaðinn.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í dag­bók lög­reglu í morg­un.

Meint­ir þjóf­ar og árás­ar­menn höfðu yf­ir­gefið svæðið er lög­reglu bar að garði og fund­ust þeir ekki.

Til­kynnt um vasaþjófa

Einnig til­kynntu er­lend­ir ferðamenn lög­reglu um vasaþjófnað í miðbæ Reykja­vík­ur.

Þá varð árekst­ur tveggja bif­reiða. Eigna­tjón varð og öku­menn og farþegar slösuðust lít­il­lega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert