Verðum að skoða alla möguleikana sem eru í stöðunni

Þingmaður hefur áhyggjur af stöðu fyrirtækisins.
Þingmaður hefur áhyggjur af stöðu fyrirtækisins. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Þetta gæti orðið gríðarlegt högg. Þarna eru um 130 starfs­menn ásamt öll­um þeim sem sinna óbein­um störf­um í þágu fyr­ir­tæk­is­ins og einnig gæti þetta haft áhrif á fjöl­skyld­ur þeirra og aðra í sam­fé­lag­inu. Höggið yrði gríðarlegt ef af rekstr­ar­stöðvun fyr­ir­tæk­is­ins yrði og það er allt til þess vinn­andi að reyna að sjá til þess að til stöðvun­ar­inn­ar komi ekki, ef það er hægt með ein­hverju móti. En við verðum að vega það og meta og sjá hverju fram vind­ur á næstu dög­um og vik­um.“

Þetta seg­ir Jens Garðar Helga­son, alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi, í sam­tali við Morg­un­blaðið, spurður um hina al­var­legu stöðu sem PCC Bakk­iSilicon á Húsa­vík er komið í. Fyr­ir­sjá­an­legt er að óbreyttu að rekst­ur fyr­ir­tæk­is­ins stöðvist á næstu vik­um sök­um þess að verðfall hef­ur orðið á kís­il­málmi sem fyr­ir­tækið flyt­ur út til Evr­ópu. Á sama tíma er kís­il­járn flutt til lands­ins í stór­um stíl frá Kína, en ál­ver­in hér á landi nota það í fram­leiðslu sinni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert