Bakgarðshlaupið: Átta hlauparar enn að

Stuð og stemning hjá hlaupurum í Bakgarðshlaupinu.
Stuð og stemning hjá hlaupurum í Bakgarðshlaupinu. Ljósmynd/Guðmundur Freyr

Átta hlaup­ar­ar eru enn í braut­inni í Bak­g­arðshlaup­inu sem hófst í Öskju­hlíð í gær­morg­un og hafa þeir lokið 31 hring. Kepp­end­ur hlaupa 6,7 kíló­metra hring eins oft og þeir geta og fá klukku­tíma að til að klára hring­inn hverju sinni. 

„Það eru átta hlaup­ar­ar í braut­inni og eru að klára hring núm­er 31 sem er al­gjört met í svona al­menn­ingskeppni,“ seg­ir Elísa­bet Mar­geirs­dótt­ir, hlaupa­hald­ari hjá Nátt­úru­hlaup­um. 

Elísabet Margeirsdóttir, hlaupahaldari hjá Náttúruhlaupum.
Elísa­bet Mar­geirs­dótt­ir, hlaupa­hald­ari hjá Nátt­úru­hlaup­um. Ljós­mynd/​Guðmund­ur Freyr

Elísa­bet býst við hlaup­inu ljúki ekki fyrr en á morg­un en 203 hlaup­ar­ar lögðu af stað klukk­an 9 í gær­morg­un.

„Í fyrra voru þrír hlaup­ar­ar enn á ferðinni á sama tíma­punkti en nú eru þeir átta. Þetta endaði í 50 hringj­um í fyrra og við get­um al­veg bú­ist við því að þeir verði fleiri nú en þá,“ seg­ir hún.

Hlaup­ar­ar fá klukku­stund í að hlaupa 6,7 kíló­metra hring og …
Hlaup­ar­ar fá klukku­stund í að hlaupa 6,7 kíló­metra hring og fá að nýta af­gangs­tíma í hvíld. Svo leggja þeir af stað í næsta hring. Ljós­mynd/​Guðmund­ur Freyr

Hún seg­ir að aðstæður sé full­komn­ar í Öskju­hlíðinni er hver hring­ur byrj­ar á heila tím­an­um og þurfa kepp­end­ur að vera komn­ir í rás­hólfið og hlaupa af stað þegar bjall­an hring­ir á næsta heila tím­an­um, ann­ars eru þeir dæmd­ir úr keppni.

Íslands­metið í Bak­g­arðshlaupi er 62 hring­ir en Þor­leif­ur Þor­leifs­son setti það í Elliðaár­daln­um í októ­ber síðastliðnum.

Aðstæður eru fullkomnar í Öskjuhlíðinni.
Aðstæður eru full­komn­ar í Öskju­hlíðinni. Ljós­mynd/​Guðmund­ur Freyr
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert