Snýr sér að nýjum ævintýrum

„Nú finnst mér þetta orðið gott,“ segir Rüdiger en verslun …
„Nú finnst mér þetta orðið gott,“ segir Rüdiger en verslun hans hættir starfsemi. mbl.is/Árni Sæberg

Ein af hinum gömlu og grónu versl­un­um í miðbæn­um mun senn hætta starf­semi. Gler­augna­sal­an hóf starf­semi sína í nóv­em­ber 1961 og var þá á Lauga­vegi 12. Árið 1973 flutti versl­un­in á Lauga­veg 65. Eig­enda­skipti urðu í júlí 2000 þegar stofn­and­inn lét af störf­um og við tók Rüdiger Sei­den­fa­den sem starfað hef­ur þar síðan 1981. Eig­in­kona hans Ingi­leif Jóns­dótt­ir Sei­den­fa­den starfar einnig í versl­un­inni. Gler­augna­sal­an mun hætta starf­semi 30. júní og óvíst er hvers kon­ar starf­semi verður í hús­inu eft­ir það.

Rüdiger Þór Sei­den­fa­den ólst upp í Hanno­ver í Þýskalandi. Árið 1979 lauk hann sveins­prófi sem sjón­tækja­fræðing­ur og tveim­ur árum síðar flutt­ist hann til Íslands og hóf að vinna í Gler­augna­söl­unni.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert