Spyrja hvort heilabilaðir hafi engan rétt

Hjúkrunarheimilið Sóltún.
Hjúkrunarheimilið Sóltún. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjór­ir lækn­ar gagn­rýna að íbú­ar á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Sól­túni í Reykja­vík muni búa þar áfram og að hjúkr­un­ar­heim­ilið starfi óbreytt á meðan bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir fara þar fram. Ákvörðunin sé tek­in að íbú­un­um for­sp­urðum sem fái hvorki grennd­arkynn­ingu né and­mæla­rétt.

Þetta kem­ur fram í grein í Lækna­blaðinu en höf­und­ar henn­ar eru lækn­arn­ir Ein­ar Stef­áns­son, Jón Eyj­ólf­ur Jóns­son, Gest­ur I. Páls­son og Jón Snæ­dal.

„Skerðing á gæðum þjón­ust­unn­ar og lífs­gæðum vist­manna?“

Skrifa þeir að hinar fyr­ir­huguðu fram­kvæmd­ir munu koma til með að standa í rúm­lega tvö ár. Heil hæð verði byggð ofan á húsið og tvær álm­ur lengd­ar. Þá muni íbúðum fjölga úr 92 í 150-160.

Seg­ir í grein­inni að sjúkra­trygg­ing­ar geri samn­ing við hjúkr­un­ar­heim­ili um þjón­ustu og gæði og að Land­læknisembættið og heil­brigðisráðuneytið hafi eft­ir­lits­skyldu með heil­brigðisþjón­ustu, þar á meðal hjúkr­un­ar­heim­il­um.

„Er hávaði og rask af um­fangs­mikl­um bygg­ing­ar­fram­kvæmd­um skerðing á gæðum þjón­ust­unn­ar og lífs­gæðum vist­manna? Er ásætt­an­legt að starf­rækja hjúkr­un­ar­heim­ili í húsi sem er í bygg­ingu?“ skrifa lækn­arn­ir.

Fá ekki and­mæla­rétt

Þá vísa þeir til orða fyrr­ver­andi umboðsmanns Alþing­is, Skúla Magnús­son­ar, sem benti á, í þætt­in­um Sprengisandi í fyrra, að laga­leg staða og rétt­indi vist­manna væru óskýr og illa skil­greind í lög­um og regl­um.

„Ákvörðun um bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir í Sól­túns­hús­inu er tek­in að íbú­un­um for­sp­urðum. Íbúar húss­ins fá hvorki grennd­arkynn­ingu né and­mæla­rétt. Ljóst má vera að eig­end­ur venju­legs fjöl­býl­is­húss í Reykja­vík myndu ekki byggja heila hæð ofan á húsið án þess að kynna það íbú­um, varla gera það án þeirra samþykk­is og ekki detta í hug að íbú­arn­ir búi í hús­inu meðan bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir standa. Þetta á við um venju­lega heil­brigða borg­ara. Hafa heila­bilaðir og fatlaðir íbú­ar hjúkr­un­ar­heim­ila eng­an rétt?“ seg­ir í grein­inni.

Síðustu dag­arn­ir und­ir hamraslætti og múr­bor­um

Bent er á að heim­il­is­menn hjúkr­un­ar­heim­ila eigi þar sitt heim­ili og borgi tekju­tengda húsa­leigu sem hjá sum­um fari yfir 500.000 krón­ur á mánuði. All­ir búi þar til dauðadags og eigi flest­ir sín­ar síðustu stund­ir á hjúkr­un­ar­heim­il­inu.

„Dval­ar­tími fólks á hjúkr­un­ar­heim­il­um er að jafnaði styttri en áætlaður fram­kvæmda­tími í Sól­túni og flest­ir nú­ver­andi íbú­ar munu eiga sína síðustu daga í faðmi ást­vina und­ir hamraslætti og múr­bor­um.“

Gera sér síður grein fyr­ir ástæðum rasks­ins

„Tvisvar verður hver maður barn“ seg­ir máls­hátt­ur­inn og sú gamla lýs­ing á heila­bil­un „að ganga í barn­dóm“ á vel við. Fólk með langt gengna heila­bil­un er sumt hvert á svipuðu stigi og eins til tveggja ára barn – get­ur ekki talað, gengið eða verið sjálf­bjarga,“ seg­ir í grein­inni en lækn­arn­ir benda á að til­finn­ing­ar séu þó enn til staðar þó að hæfn­in til að tjá þær sé tak­mörkuð.

Fólk með heila­bil­un geri sér síður grein fyr­ir ástæðum rasks­ins og skilji ekki skýr­ing­ar starfs­fólks og aðstand­enda. Því séu aukn­ar lík­ur á hræðslu og kvíða hjá sjúk­ling­um með heila­bil­un.

Muni van­helga heil­aga stund

Að lok­um benda þeir á að marg­ir hafi upp­lifað and­lát ná­inna ætt­menna og vina, sem oft eru fyr­ir­sjá­an­leg og koma þá hinir nán­ustu til að kveðja.

„Flest­um er þetta heil­ög stund. Á sjúkra­hús­um og hjúkr­un­ar­heim­il­um er leit­ast við að gera þess­ar stund­ir sjúk­lings­ins og aðstand­enda sem best­ar, heil­ag­ar og virðuleg­ar. Múr­bor­ar og ham­ars­högg, sem ber­ast um alla veggi og loft, munu van­helga þessa heil­ögu stund.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert