Grímur vék af fundinum

Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. mbl.is/Karítas

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefn­d Alþing­is fundaði í Smiðju Alþing­is í dag. Meðal mála á dag­skrá var gagnaleki frá sér­stök­um sak­sókn­ara fyr­ir rúm­um ára­tug síðan.

Grím­ur Gríms­son, þingmaður Viðreisn­ar og nefnd­armaður, sótti fyrri hluta fund­ar­ins en hann var sam­starfsmaður Jóns Ótt­ars Ólafs­son­ar og Guðmund­ar Hauks Gunn­ars­son­ar, stofn­enda PPP, hjá embætti sér­staks sak­sókn­ara á sín­um tíma.

Í des­em­ber 2011 störfuðu Guðmund­ur Hauk­ur og Jón Óttar sam­hliða fyr­ir embættið og ný­stofnað fyr­ir­tæki sitt, að því er virðist að sömu verk­efn­um.

Eft­ir að grun­ur vaknaði um að þeir hefðu stolið gögn­um hjá embætt­inu og rofið þagn­ar­skyldu voru þeir kærðir til rík­is­sak­sókn­ara en rann­sókn­in var síðar lát­in niður falla.

Mat hæfi sitt fag­mann­lega

Eins og fyrr seg­ir sótti Grím­ur fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefn­dar í dag en þegar kom að því að ræða PPP og gagnalek­ann vék hann af fundi og lét bóka það sér­stak­lega, að sögn Vil­hjálms Árna­son­ar, for­manns nefnd­ar­inn­ar.

„Það er hans að meta hæfi sitt og hann gerði það fag­mann­lega,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert