Búið er að innsigla heilsulindina Lisa Spa í Mjóddinni. Það var gert að beiðni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur en óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Heimir Ríkarðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir aðkomu lögreglunnar í samtali við mbl.is en hafði ekki frekari upplýsingar um málið.
Ekki náðist í eigendur staðarins við vinnslu fréttarinnar.