Íslenska lögreglan í stóraðgerð

Norræna siglir til og frá Seyðisfirði og er vitaskuld nýtt …
Norræna siglir til og frá Seyðisfirði og er vitaskuld nýtt til brotastarfsemi skipulagðra glæpahópa sem flytja þýfi milli landa. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er verk­efni sem Europol stýr­ir og við höf­um tekið þátt í í mörg ár. Fram­kvæmd­in er tvisvar á ári og þá hitt­ast full­trú­ar þess­ara tíu landa og reka sam­eig­in­lega stjórn­stöð sem stýr­ir aðgerðum,“ seg­ir Óskar Þór Guðmunds­son, rann­sókn­ar­lög­reglumaður hjá lög­regl­unni á Aust­ur­landi, í sam­tali við mbl.is.

Tæp­lega 60 manns eru í haldi lög­reglu í lönd­un­um um­hverf­is Eystra­saltið í kjöl­far stóraðgerðar sem sænska lög­regl­an leiddi og náði til tíu Evr­ópu­landa á Eystra­salts­svæðinu þar sem lög­regla hafði af­skipti af 20.000 manns auk þess að fram­kvæma leit í 15.000 far­ar­tækj­um.

Lagði lög­regla hald á fjölda muna, meðal ann­ars vél­hjól, bif­reiðar, báta og dýr úr. „Aðgerðin tók tvo sól­ar­hringa og var fjöldi manns hand­tek­inn,“ seg­ir Mika­el Eli­as­son, aðgerðastjóri sænsku lög­regl­unn­ar, í sam­tali við sænska rík­is­út­varpið SVT en lög­regluaðgerðin, sem norsk og ís­lensk lög­reglu­yf­ir­völd tóku þátt í auk annarra, var fram­kvæmd í því augnamiði að koma höggi á skipu­lagða glæp­a­starf­semi og leggja meðal ann­ars hald á smyglvarn­ing.

Ferj­an auðvitað nýtt til brota

Seg­ir Óskar skipu­lagða glæpa­hópa fara yfir landa­mæri á hverj­um degi og verða æ skæðari. „Þetta hef­ur verið vax­andi vanda­mál í mörg ár, þetta eru hóp­ar sem koma og stoppa stutt við í lönd­un­um, þeir koma, ræna og rupla og fara, flytja með sér þýfi og fjár­muni,“ held­ur rann­sókn­ar­lög­reglumaður­inn áfram og er spurður út í stöðuna á Íslandi, til dæm­is hvort ferj­an Nor­ræna sé mikið nýtt til illra verka.

„Auðvitað nota þess­ir brota­hóp­ar hana sem ferðaleið eins og margt annað og það er þess vegna sem við tök­um þátt í þessu verk­efni fyr­ir hönd Íslands, en auðvitað í góðu sam­starfi við lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu og í raun á öllu land­inu,“ svar­ar Óskar.

Seg­ir hann skipu­lagða glæp­a­starf­semi sí­fellt fær­ast í auk­ana og verða æ skipu­lagðari. „Það er margt til vinn­andi við að gera þess­um hóp­um eins erfitt fyr­ir og hugs­ast get­ur og ef við vinn­um öll sam­an, lönd­in hérna í kring, þá náum við betri ár­angri.

Meira eft­ir­lit með flutn­ingi þýfis úr landi

Hvað með flutn­ing á þýfi frá Íslandi, er verið að flytja það í gám­um, sem skráðir eru tóm­ir, frá land­inu eins og talað var um fyr­ir nokkr­um árum eða fer þetta með ferj­unni?

„Það er alls kon­ar,“ svar­ar Óskar, „við höf­um ekki orðið mikið vör við að verið sé að taka þýfi með í ferj­una, en það er eitt­hvað um að þar sé verið að taka þýfi og fjár­muni. Á Kefla­vík­ur­flug­velli hafa mun meiri fjár­mun­ir verið hald­lagðir síðustu tvö ár en áður.“

Aðspurður seg­ir Óskar lög­reglu hafa haft meira auga með þýfis­flutn­ingi úr landi með Nor­rænu und­an­far­in tvö ár og sé ekki síður þörf á því en eft­ir­liti með komuf­arþegum. „Það eru ekk­ert færri mál sem koma upp þar en í kom­unni,“ seg­ir Óskar Þór Guðmunds­son rann­sókn­ar­lög­reglumaður að lok­um.

Eli­as­son hjá sænsku lög­regl­unni seg­ir SVT frá stór­felld­um þjófnaði þar í landi, meðal ann­ars á land­búnaðar­vél­um. „Við beind­um at­hygli okk­ar fyrst og fremst að hafn­ar­svæðum í þess­ari aðgerð en einnig öðrum stöðum, svo sem landa­mær­un­um. „Í heild­ina má segja að við höf­um aukið nær­veru okk­ar til muna með aðgerðinni,“ seg­ir sænski aðgerðastjór­inn um þessa sam­starfsaðgerð sem leiddi til tæp­lega 60 hand­taka auk hald­lagn­ing­ar fjölda stol­inna muna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert