Andlát: Bjarni H. Þórarinsson

Bjarni H. Þórarinsson myndlistarmaður er látinn, 78 ára að aldri.
Bjarni H. Þórarinsson myndlistarmaður er látinn, 78 ára að aldri. Mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Bjarni Hjaltested Þór­ar­ins­son, mynd­list­armaður og sjón­hátta­fræðing­ur, er lát­inn, 78 ára að aldri.

Bjarni fædd­ist í Reykja­vík 1. mars 1947 og ólst þar upp. For­eldr­ar hans voru Anna Lísa Hjaltested túlk­ur og Þór­ar­inn B. Pét­urs­son vél­stjóri. Eft­ir­lif­andi syst­ur Bjarna eru Guðrún Ágústa, f. 1952, og Stef­an­ía, f. 1956.

Bjarni út­skrifaðist frá ný­l­ista­deild Magnús­ar Páls­son­ar við Mynd­lista- og handíðaskóla Íslands og var ásamt nokkr­um öðrum stofn­andi Galle­rís­ins Suður­götu 7 og tíma­rits­ins Svarts á hvítu á átt­unda ára­tug síðustu ald­ar.

Hann var einn af stofn­end­um Ný­l­ista­safns­ins. Bjarni var frum­kvöðull og hug­mynda­fræðing­ur eft­ir­far­andi fyr­ir­tækja og mennta­stofn­ana: Vísiaka­demíu, Ísvís, Sjóntungu, Hún­dælu, Fax­dælu, Evu Sön­sjæn co/​π Fax­sjón lælu kvik­mynda­sam­steypu, Júnæt 2000 og The In­ternati­onal United World Uni­versity.

Árið 1988 upp­götvaði Bjarni nýtt hug­tak, „sjón­hátt“, sem reynd­ist hon­um afar nota­drjúgt. Í fram­hald­inu upp­götvaði hann hverja ný­grein­ina af ann­arri sem hann leitaðist við að þróa.

Starfaði hann sem mynd­list­armaður, skáld, höf­und­ur kvik­mynda­hand­rita og sjón­hátta­fræðing­ur. Hann kallaði sig líka yrki­tekt, bendu­heim­spek­ing, vísíó­tekt og sján­inga­frum­kvöðul, svo vitnað sé til orða góðs vin­ar hans, Guðmund­ar Odds Magnús­son­ar, Godds, fv. pró­fess­ors við Lista­há­skól­ann.

Eft­ir hann liggja hand­rit að nokkr­um ritröðum, skáld­sög­um og ljóðabók­um. Má þar nefna ritraðirn­ar Vís­lend­inga­bók, Fax­dælu og Heims­springlu. Ljóðabæk­urn­ar eru „Kokka byrja Kvæsa“ og „Kokka Kyrja Kvæsa“.

Síðan er það Vís­inda­skáld­sag­an Gesta­bók Co/​πNikks - Led Lepp­el­ín för­in sem einnig er til í kvik­mynda­hand­riti sem leik­in kvik­mynd í fullri lengd und­ir nafn­inu Gesta­boð Co/​πNikks – Led Lepp­el­ín för­in. Sú kvik­mynd er í vinnslu og hafa nokk­ur atriði þegar verið kvik­mynduð af Kára Schram kvik­mynda­leik­stjóra og Guðmundi Bjart­mars­syni kvik­mynda­töku­manni.

Bjarni var frum­kvöðull „Sjónþings“ sem gæt­ir víðar í ís­lensku menn­ing­ar­sam­fé­lagi, líkt og t.d. sjónþing­in sem hald­in voru í menn­ing­armiðstöðinni Gerðubergi fyr­ir nokkr­um árum.

Bjarni eignaðist tvö börn, þau Hildi og Gunn­ar Þór.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert