Andlát: Hjörtur Torfason

Hjörtur Torfason fv. hæstaréttardómari er látinn.
Hjörtur Torfason fv. hæstaréttardómari er látinn. Ljósmynd/Aðsend

Hjört­ur Torfa­son, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari, er lát­inn, 89 ára að aldri.

Hjört­ur fædd­ist á Ísaf­irði 19. sept­em­ber 1935. For­eldr­ar hans voru Torfi Hjart­ar­son, sýslumaður og bæj­ar­fóg­eti á Ísaf­irði og síðar toll­stjóri í Reykja­vík og sátta­semj­ari rík­is­ins, og Anna Jóns­dótt­ir, hús­freyja á Ísaf­irði og í Reykja­vík. Systkini Hjart­ar eru þau Ragn­heiður, fyrr­ver­andi rektor Mennta­skól­ans í Reykja­vík, fædd 1937 og dáin 2025, Sigrún, skrif­stofumaður, fædd 1938 og dáin 1992 og Helga Sól­ey, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og ljós­móðir, fædd 1951.

Hjört­ur varð stúd­ent frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík 1954 og lauk lög­fræðiprófi frá Há­skóla Íslands 1960. Hann var við fram­halds­nám við Toronto-há­skóla í Kan­ada frá 1961 til 1963.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Hjart­ar er Nanna Þor­láks­dótt­ir, fyrr­ver­andi hjúkr­un­ar­rit­ari, fædd 1935. Þau kynnt­ust í Mennta­skól­an­um í Reykja­vík og áttu sam­leið í 70 ár. Þau gengu í hjóna­band árið 1958. Börn Hjart­ar og Nönnu eru þau Torfi, fædd­ur 1961, Logi, fædd­ur 1962 og Mar­grét Helga, fædd 1968.

Hjört­ur starfaði við lög­mennsku nær óslitið frá 1960 til 1990. Það ár var hann skipaður dóm­ari við Hæsta­rétt Íslands en hafði áður verið sett­ur dóm­ari um nokk­urra mánaða skeið árið 1988. Hjört­ur lét af störf­um sem hæsta­rétt­ar­dóm­ari vegna ald­urs árið 2001. Eft­ir að hann lét af störf­um sem dóm­ari starfaði hann áfram við lög­fræðiráðgjöf, einkum varðandi samn­inga­gerð fyr­ir Lands­virkj­un. Þá sinnti Hjört­ur ýms­um fé­lags- og trúnaðar­störf­um, til að mynda í yfir­kjör­stjórn Reykja­vík­ur um ára­tuga­skeið, í stjórn Lög­manna­fé­lags Íslands og sem fasta­full­trúi Íslands í Fen­eyja­nefnd Evr­ópuráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert