Fimm barna móðir vann 14 milljónir

Það voru ekki bara sólargeislarnir sem glöddu heppna miðaeigendur í …
Það voru ekki bara sólargeislarnir sem glöddu heppna miðaeigendur í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tæp­lega 150 millj­ón­ir króna voru dregn­ar út í Happ­drætti Há­skól­ans í kvöld og skipt­ust þær á milli rúm­lega 4.100 miðaeig­enda. Stærsti vinn­ing­ur­inn, 14 millj­ón­ir króna á tvö­fald­an miða, fór til fimm barna móður sem var orðlaus þegar starfsmaður Happ­drætt­is­ins hringdi í hana.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Happ­drætti Há­skóla Íslands. 

„Aðspurð hvað hún hygðist nýta pen­ing­inn í svaraði hún því til að fjöl­skyld­an hefði kynnst því síðustu ár hversu mik­il­væg­ar minn­ing­ar væru og því væri lík­leg­ast að pen­ing­ur­inn færi í að búa til góðar minn­ing­ar með börn­um og barna­börn­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Átta ein­stak­ling­ar unnu eina millj­ón hver, ell­efu unnu 500 þúsund krón­ur og 379 manns unnu á bil­inu 100 til 250 þúsund krón­ur.

All­ur hagnaður af Happ­drætti Há­skóla Íslands renn­ur í upp­bygg­ingu Há­skóla Íslands og hef­ur happ­drætt­is­fé meðal ann­ars verið notað til að byggja á þriðja tug húsa fyr­ir skól­ann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert