Geta ekki útilokað kvikuhreyfingar

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir ekki hægt að útiloka kvikuhreyfingar á …
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir ekki hægt að útiloka kvikuhreyfingar á einhverju dýpi á Tjörnesbrotabeltinu. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við get­um ekki úti­lokað þann mögu­leika,“ seg­ir Þor­vald­ur Þórðar­son eld­fjalla­fræðing­ur spurður hvort mögu­leiki sé á kviku­hreyf­ing­um á ein­hverju dýpi á Tjör­nes­belt­inu nærri Gríms­ey.

Stór jarðskjálfti reið yfir aust­an við Gríms­ey upp úr klukk­an fjög­ur í nótt. Mæld­ist skjálft­inn 4,7 að stærð en í kjöl­far hans urðu nokkr­ir eft­ir­skjálft­ar, allt að 3,5 að stærð.

Skjálft­inn fannst að sögn víða í byggð á Norður­landi.

Þor­vald­ur seg­ir Tjör­nes­brota­beltið ekki svo frá­brugðið Reykja­nes­belt­inu. Hvort tveggja séu þau lek brota­belti og seg­ir skjálft­ar mynd­ist við brot á skorpu sem þýði að þá séu hreyf­ing­ar í skorp­unni. Það séu í grunn­inn þau öfl sem séu að toga landið í sund­ur sem stýri því öllu sam­an.

Þorvaldur Þórðarson.
Þor­vald­ur Þórðar­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ein mögu­leg túlk­un

„Það er ekki bara lá­rétt hreyf­ing í öf­uga átt sitt hvor­um meg­in við brotið held­ur er líka smá gliðnun tengd þessu af því að leg­an á brota­belt­inu er und­ir horni miðað við rekstefn­una.

Þá renn­ur þetta sam­hliða hvort öðru en tog­ast líka aðeins í sund­ur. Þetta ger­ist á Reykja­nes­inu og þetta ger­ist líka á Tjör­nes­brota­belt­inu.

Við þess­ar aðstæður get­ur kvika alltaf farið á hreyf­ingu því þá reyn­ir hún að fylla inn í þær sprung­ur og göt sem hafa opn­ast. Þannig að við get­um aldrei úti­lokað kviku­hreyf­ing­arn­ar.“

Þegar skjálfta­hrin­ur færa sig til í rúmi seg­ir Þor­vald­ur eina mögu­lega túlk­un að það sé vegna þess að kvika sé á hreyf­ingu. Önnur mögu­leg túlk­un er að sprung­an sé ein­fald­lega að opn­ast í lá­rétta átt og síðan komi kvika á eft­ir.

„Auðvitað ger­ist hvort tveggja og að greina þarna á milli get­ur stund­um verið allt annað en auðvelt.

Það þarf að skoða meira en bara jarðskjálft­ana. Þeir ein­ir gefa þér ekki svar, það þarf að skoða fleiri þætti en þeir eru þátt­ur við að finna lausn­ina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert