Greinargerð um Gasa send til Haag

Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur að undanförnu fjallað um ýmis mál …
Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur að undanförnu fjallað um ýmis mál sem tengjast hernámssvæðum Ísraela sem þó hafa notið sjálfstjórnar. AFP/Sem van der Wal

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra sendi í fe­brú­ar inn skrif­lega grein­ar­gerð til Alþjóðadóm­stóls­ins í Haag í máli varðandi Gasa­svæðið, en það er í fyrsta sinn sem Ísland stend­ur eitt að slíkri grein­ar­gerð til dóm­stóls­ins.

Morg­un­blaðið hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að ráðherra hafi ekki gert grein fyr­ir því á fundi með ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is fyr­ir fram, líkt og skylt er.

Alls sendu 45 ríki og alþjóðastofn­an­ir inn grein­ar­gerð til dóm­stóls­ins, en í fyrri viku fór svo fram munn­leg­ur mál­flutn­ing­ur. Um sama leyti voru skrif­leg­ar grein­ar­gerðir, sem send­ar höfðu verið inn vegna máls­ins, op­in­beraðar á vef hans.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert