Íslendingar nokkuð svartsýnir um gengi VÆB

VÆB á dómararennsli Eurovision í gær.
VÆB á dómararennsli Eurovision í gær. AFP/Sebastien Bozon

Flest­ir Íslend­ing­ar telja lík­legt að Ísland muni lenda í 16.-20. sæti í Eurovisi­on, sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu. Fáir eru vongóðir um að VÆB beri sig­ur úr být­um fyr­ir hönd Íslands. Það eru svipaðar niður­stöður og síðustu ár. Mun meiri bjart­sýni var hjá land­an­um árið 2021 þegar Daði og gagna­magnið fluttu lagið 10 ye­ars.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í nýrri könn­un Maskínu. Þar voru Íslend­ing­ar á öll­um aldri spurðir að því í hvaða sæti þeir teldu fram­lag Íslands lenda í Eurovisi­on í ár.

Líkt og alþjóð veit er VÆB fram­lag Íslend­inga í ár með lag sitt RÓA. VÆB-bræðurn­ir fluttu lag sitt á dóm­ar­ar­ennsli í Basel í gær við góðar und­ir­tekt­ir. Veðbank­ar voru hrifn­ir af flutn­ingi VÆB og eru þeir ásamt fram­lagi Slóven­íu og Aser­baíd­sj­an í bar­áttu um að kom­ast í úr­slit­in á laug­ar­dag­inn.

VÆB-bræður glæsilegir á turkísbláa dreglinum.
VÆB-bræður glæsi­leg­ir á tur­kís­bláa dregl­in­um. AFP/​Sebastien Bozon

Telja VÆB enda fyr­ir miðju

Svar­end­ur voru 1.765 tals­ins og spáðu flest­ir að Ísland myndi lenda fyr­ir miðju eða í 16. - 20. sæti.

8% svar­enda telja að Ísland muni lenda í 11. - 15. sæti og sömu­leiðis er svipaður fjöldi sem tel­ur að VÆB verði í 6. - 10. sæti. Aðeins 4,4% telja að Ísland geti borið sig­ur úr být­um í keppn­inni í ár.

16,8% svar­enda telja að Ísland muni lenda í 30. - 40. sæti, en það eru allra neðstu sæt­in. 13,8% telja VÆB enda í 31. - 35. sæti en 14,1% veðja að ár­ang­ur Íslands skili 26. - 30. sæti. 12,6 % telja svo að ár­ang­ur­inn skili 21. - 25. sæti.

VÆB mun opna keppn­ina í ár með stuðlag­inu RÓA og hefst út­send­ing klukk­an 19 á RÚV. 

Þjóðin hefur talsvert meiri trú á góðu gengi VÆB í …
Þjóðin hef­ur tals­vert meiri trú á góðu gengi VÆB í keppn­inni í ár. AFP/​Sebastien Bozon

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert