Segist hafa verið leiddur í gildru

Jón Óttar heldur því fram að Ólafur hafi sjálfur lekið …
Jón Óttar heldur því fram að Ólafur hafi sjálfur lekið gögnum til fjölmiðla nýlega. Samsett mynd

Jón Óttar Ólafs­son, ann­ar stofn­enda ráðgjafa­fyr­ir­tæk­is­ins PPP, full­yrðir að Ólaf­ur Þór Hauks­son héraðssak­sókn­ari hafi verið bú­inn að ákveða að kæra hann og koll­ega hans þegar þeir und­ir­rituðu verk­taka­samn­ing um sér­fræðistörf á sviði rann­sókna hjá embætti sér­staks sak­sókn­ara árið 2012.

Hann held­ur því jafn­framt fram að Ólaf­ur hafi sjálf­ur lekið gögn­um til fjöl­miðla ný­lega sem sýni fram á meint­an gagnastuld af hálfu eig­enda PPP úr kerf­um embætt­is sér­staks sak­sókn­ara.

Það hafi hann gert eft­ir að Jón Óttar kærði hann til nefnd­ar um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu í des­em­ber síðastliðnum vegna rann­sókn­ar á þætti Jóns Ótt­ars í Namib­íu­mál­inu svo­kallaða. Kær­an er nú kom­in til rík­is­sak­sókn­ara.

Þetta kem­ur fram í viðtali við Jón Óttar hjá Frosta Loga­syni í Brot­kasti.

Hann seg­ir þá Guðmund hafa verið leidda í gildru á sín­um tíma af Ólafi, sem þá var í embætti sér­staks sak­sókn­ara, en þeir Jón Óttar og Guðmund­ur voru kærðir fyr­ir þagn­ar­skyldu­brot á sín­um tíma vegna gruns um að þeir hefðu tekið gögn frá embætt­inu og af­hent skipta­stjóra þrota­bús Milest­one. Rík­is­sak­sókn­ari felldi málið hins veg­ar niður árið 2013 þar sem það þótti ekki lík­legt til sak­fell­ing­ar.

„Allt í einu komið með ákveðið vanda­mál“

Þeir Jón Óttar og Guðmund­ur höfðu skömmu fyr­ir und­ir­rit­un samn­ings­ins látið af störf­um hjá embætt­inu til að stofna PPP, en áttu eft­ir að ljúka ákveðnum verk­efn­um. Ólaf­ur hef­ur sagt að því hafi verið brugðið á það ráð að gera við þá verk­taka­samn­ing. Á sama tíma störfuðu þeir fyr­ir skipta­stjóra þrota­búa og slita­stjórn­ir banka.

Höfðu þeir víðtæk­an aðgang að gögn­um sem þeir tóku síðan ófrjálsri hendi og nýttu meðal ann­ars við að selja þjón­ustu PPP. Kast­ljós ljóstraði upp um um­fangs­mik­inn gagnastuld­inn og hef­ur rík­is­sak­sókn­ari falið lög­regl­unni á Suður­landi málið til rann­sókn­ar.

„Við erum kærðir af því Ólaf­ur fær allt í einu veður af því að lög­menn fara að fetta fing­ur út í þetta kerfi,“ seg­ir Jón Óttar og vís­ar þar til þess að starfs­menn embætt­is­ins hafi unnið fyr­ir slita­stjórn­ir á sama tíma.

„Þá er hann allt í einu kom­inn með ákveðið vanda­mál og kem­ur með þenn­an samn­ing og læt­ur okk­ur skrifa und­ir,“ seg­ir hann jafn­framt.

Samn­ing­ur­inn hafi verið aðal gagnið í mál­inu

Jón Óttar seg­ir Ólaf hafa spurt hvort þeim væri sama þó að samn­ing­ur­inn væri dag­sett­ur aft­ur í tím­ann og samþykktu þeir það. Jón Óttar tal­ar um 1. janú­ar, en samn­ing­ur­inn, sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um, er dag­sett­ur 2. janú­ar.

Hann seg­ir Ólaf hafa grín­ast með að nú gerðu þeir eins og „banka­karl­arn­ir“ væru að falsa dag­setn­ing­ar.

„Nokkr­um vik­um seinna, seinni part­inn í maí, var allt lok, lok og læs hjá héraðssak­sókn­ara og komið í alla fjöl­miðla að við höf­um verið kærðir fyr­ir gagnaþjófnað,“ seg­ir Jón Óttar í viðtal­inu.

Þeir hafi svo verið yf­ir­heyrðir í júlí af Sig­ríði J. Friðjóns­dótt­ur rík­is­sak­sókn­ara og lög­reglu­manni frá Suður­nesj­um.

Hann seg­ir Sig­ríði hafa lagt fyr­ir fram­an hann um­rædd­an samn­ing og sagt að hann væri grunn­gagnið með kær­unni frá embætti sér­staks sak­sókn­ara. Þeir hafi því verið leidd­ir í gildru.

„Hann er að búa til gagn af því hann seg­ir: Sjáðu Sig­ríður hvað þeir eru mikl­ir glæpa­menn, hérna segja þeir mér frá slita­stjórn­ar­vinn­unni, en ekki Milest­one-vinn­unni. Það er þá sönn­un þess að hún hafi verið án hans vit­und­ar og vilja.“

Eng­inn gagnaleki átt sér stað

Jón Óttar seg­ist hafa sagt Sig­ríði að auðvelt væri að sanna að samn­ing­ur­inn væri dag­sett­ur aft­ur í tím­ann því í hon­um kem­ur fram að þeir hafi verið byrjaðir að vinna fyr­ir slita­stjórn Glitn­is. Sú vinna hófst hins veg­ar ekki fyrr en í lok fe­brú­ar.

Sjálf­ur viður­kenndi Ólaf­ur það við skýrslu­töku vegna rann­sókn­ar á þagn­ar­skyldu­brot­un­um árið 2012 að samn­ing­ur­inn hefði í raun verið gerður í fe­brú­ar. Sagði hann ástæðu þess að hann var gerður svo seint vera mikl­ar starfs­ann­ir.

Jón Óttar seg­ir að málið hafi verið fellt niður á sín­um tíma því þeir hafi getað sýnt fram á tölvu­póst­sam­skipti sem staðfestu að þeir hafi haft heim­ild til af­henda skipta­stjóra Milest­one gögn­in.

Hann seg­ir eng­an gagnaleka hafa átt sér frá þeim úr kerf­um sér­staks sak­sókn­ara, gögn­in hafi verið á tölv­um þeirra vegna vinnu fyr­ir embættið á sín­um tíma.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert