Stakk vin sinn þar til hann varð örmagna

Aðalsteinn fékk 7 ára dóm.
Aðalsteinn fékk 7 ára dóm. mbl.is/Karítas

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi 27 ára karl­mann, Aðal­stein Unn­ars­son, til sjö ára fang­elsis­vist­ar fyr­ir tvær til­raun­ir til mann­dráps. Dóm­ur­inn féll 7. maí. 

Árás­irn­ar voru með fjög­urra ára milli­bili. Í annað skiptið stakk Aðal­steinn mann í kviðinn þannig að 10 cm lang­ur þarm­ur lá út úr sár­inu. Í hitt skiptið veitt­ist hann að manni í heima­húsi og stakk ít­rekað í höfuð, brjóst­kassa og út­limi.

Stakk tví­veg­is í kvið brotaþola 

Fyrra at­vikið má rekja til átaka sem komu upp nærri hót­eli í Mos­fells­bæ. Hafði hann þá mælt sér mót við brotaþola í mál­inu út af ágrein­ingi tengd­um fíkni­efnaviðskipt­um. Úr varð að Aðal­steinn stakk mann­inn tví­veg­is í kviðinn með fyrr­greind­um af­leiðing­um. Vitni voru að mál­inu en fram kom í skýrsl­um lög­reglu að aug­ljós­lega kæmi vímu­efna­notk­un að máli.

Bar Aðal­steinn fyr­ir sig nauðvörn í mál­inu þar sem brotaþoli hefði komið með hníf á staðinn og hótað að beita hon­um í átök­un­um. Dóm­ari féllst ekki á að brotaþoli hefði verið með hníf. Eins bend­ir dóm­ur­inn á það að Aðal­steinn hafi hlaupið á eft­ir mönn­un­um eft­ir að átök­um lauk og þar með verði ekki hægt að segja að hann hafi ein­ung­is beitt sjálfs­vörn í mál­inu.

Stakk vin sinn ít­rekað 

Í hinu til­vik­inu ber Aðal­steinn við al­gjöru minn­is­leysi en það at­vik gerðist í des­em­ber 2024. Var hann þá stadd­ur í heima­húsi og brotaþoli var að koma inn af svöl­um þegar Aðal­steinn veitt­ist að hon­um með hníf. Aðal­steinn er sagður hafa veist að mann­in­um sem hann kallaði vin sinn fyr­ir dómi, stungið hann ít­rekað hvar sem hann gat eða þar til hann varð sjálf­ur ör­magna af átök­un­um. Er brotaþol­inn sagður hafa bar­ist fyr­ir lífi sínu á meðan árás­in átti sér stað og að vitni hafi komið hon­um til bjarg­ar.

Barðist fyr­ir lífi sínu 

„Er það mat dóms­ins að inn­grip síðast­greinds vitn­is hafi orðið brotaþola til lífs og að hend­ing ein hafi ráðið því að ekki fór verr,“ seg­ir í dómn­um.

Sagðist Aðal­steinn hafa verið í geðrofi þegar hann fram­kvæmdi verknaðinn en fram kem­ur að hann hafði setið að drykkju í á ann­an sól­ar­hring þegar árás­in átti sér stað. Matsmaður sagði ekk­ert benda til geðrofs sam­kvæmt skil­grein­ingu.

Mat dóm­ur­inn hæfi­lega refs­ingu 7 ár. Þá er Aðal­steini gert að greiða fórn­ar­lömb­un­um 1.250 þúsund krón­ur og 2,5 millj­ón­ir króna.

Þá er hon­um í heild gert að greiða 9,7 millj­ón­ir króna í sak­ar­kostnað í rík­is­sjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert