Vilhjálmur hjólar í nýjustu áform meirihlutans

Vilhjálmur er ósáttur við þéttingarstefnu meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar …
Vilhjálmur er ósáttur við þéttingarstefnu meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar. Samsett mynd/mbl.is/Sigurður Bogi/Skjáskot/RÚV

„Við verðum að átta okk­ur á þeim lífs­gæðum og því sam­keppn­is­for­skoti sem við í Reykja­nes­bæ búum við, það er svo sann­ar­lega eng­in ástæða til að tefla í tví­sýnu þessu for­skoti á höfuðborg­ar­svæðið með því að feta í fót­spor meiri­hlut­ans í Reykja­vík. Við eig­um ekki að sætta okk­ur við að vera skugga­mynd af Reykja­vík – við eig­um að vera við sjálf.“

Þetta skrif­ar Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður og rit­ari Sjálf­stæðis­flokks, um ný­samþykkta hús­næðisáætl­un meiri­hlut­ans í Reykja­nes­bæ í grein í Vík­ur­frétt­um.

Vil­hjálm­ur seg­ir ný­samþykkta hús­næðisáætl­un meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar og Beinn­ar leiðar í Reykja­nes­bæ gera ráð fyr­ir því að 95,4% allra skipu­lagðra íbúða á ár­un­um 2024–2033 verði í fjöl­býl­is­hús­um.

Hélt að áætl­un­in væri fyr­ir Reykja­vík en ekki Reykja­nes­bæ

„Ég verð að viður­kenna að þegar ég las þessa áætl­un hélt ég í fyrstu að um væri að ræða hús­næðisáætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar – ekki Reykja­nes­bæj­ar. Hvernig get­ur svona ein­hæf upp­bygg­ing tal­ist skyn­sam­leg, þegar við vilj­um skapa fjöl­breytt sam­fé­lag með raun­veru­leg­um val­kost­um?,“ skrif­ar Vil­hjálm­ur.

Hann seg­ir Reykja­nes­bæ þurfa stefnu sem „bygg­ir á fjöl­breyttu hús­næði, metnaði í skipu­lags­mál­um og virðingu fyr­ir sam­fé­lag­inu okk­ar.“

Vil­hjálm­ur flutti í Reykja­nes­bæ ásamt fjöl­skyldu sinni eft­ir að hafa þurft að yf­ir­gefa heim­ili sitt í Grinda­vík. Hann nefn­ir að helstu ástæður þess að Reykja­nes­bær hafi orðið fyr­ir val­inu séu góðir skól­ar, virkt sam­fé­lag, öfl­ug íþrótta­fé­lög sem og raun­hæft fram­boð sér­býla á heil­brigðu verði.

Stefna sem eigi ekk­ert er­indi við Reykja­nes­bæ

Hann seg­ir upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ hafa að miklu leyti verið í formi fjöl­býl­is­húsa und­an­far­in ár og því sé furðulegt, að hans mati, að meiri­hlut­inn hygg­ist auka hlut­fallið enn frek­ar og hverfa nán­ast al­farið frá því að byggja sér­býli.

„Stefn­an sem meiri­hlut­inn boðar nú virðist ekki byggð á framtíðar­sýn – held­ur hug­mynda­fræði sem hent­ar kannski í þétt­ing­ar­reit­um Reykja­vík­ur, en á ekk­ert er­indi við ört vax­andi fjöl­skyldu­vænt sveit­ar­fé­lag eins og Reykja­nes­bæ. Því miður er þetta eitt dæmi af mörg­um um það hvernig nú­ver­andi meiri­hluti hef­ur mark­visst reynt að gjör­breyta bæj­arsál Reykja­nes­bæj­ar,“ skrif­ar Vil­hjálm­ur.

Hann seg­ir fjöl­breytta byggð end­ur­spegla ólík­ar þarf­ir bæj­ar­búa og þannig sé tryggt að sam­fé­lagið þró­ist á fjöl­breytt­an og heil­brigðan hátt.

„Við þurf­um blandaða byggð“

„Eng­inn dreg­ur í efa að fjöl­býli eigi sinn stað í upp­bygg­ingu – en lyk­il­atriðið er jafn­vægi. Við þurf­um blandaða byggð þar sem fólk hef­ur raun­veru­legt val: hvort það vill búa í blokk, raðhúsi, par­húsi eða ein­býli,“ skrif­ar hann.

Hann nefn­ir að ungt fólk og barna­fjöl­skyld­ur eigi sér oft þann draum að eign­ast sér­býli og bæt­ir við að sveit­ar­fé­lag eins og Reykja­nes­bær eigi vel að geta tryggt að sá draum­ur sé raun­hæf­ur.

„Þegar ein­ung­is 4,6% íbúða sem byggðar verða næstu árin eiga að vera sér­býli, þá er verið að ýta þess­um draumi út fyr­ir seil­ing­ar allra nema þeirra tekju­hæstu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert