Vilja nýja rannsókn á máli sr. Friðriks

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Fara verður með fag­legri hætti yfir það hvort ásak­an­ir á hend­ur sr. Friðriki Friðriks­syni, æsku­lýðsleiðtoga og stofn­anda KFUM á Íslandi, um meint kyn­ferðisaf­brot eigi við rök að styðjast eða ekki.

    Þetta er mat hóps Skóg­ar­manna, sem á síðustu mánuðum hef­ur farið ofan í saum­ana á mál­inu sem komst í há­mæli á ár­inu 2023 í kjöl­far út­gáfu ævi­sögu sr. Friðriks sem Guðmund­ur Magnús­son blaðamaður skrá­setti. Í bók­inni var að finna frá­sögn aldraðs manns sem sagði sr. Friðrik hafa káfað á sér þegar sá síðar­nefndi var orðinn hrum­ur og gam­all.

    Hratt af stað at­b­urðarás

    Í kjöl­far út­gáfu bók­ar­inn­ar varð uppi mikið fjaðrafok og var meðal ann­ars ráðist í að fjar­lægja styttu af sr. Friðriki sem staðið hafði ára­tug­um sam­an ofan við Lækj­ar­götu í Reykja­vík. Þá aug­lýsti KFUM eft­ir fleiri fórn­ar­lömb­um sr. Friðriks og var sr. Bjarna Karls­syni og sál­fræðingn­um Sigrúnu Júlí­us­dótt­ur falið að fara ofan í saum­ana á mál­inu.

    Séra Friðrik Ásakanir á hendur sr. Friðriki komu löngu eftir …
    Séra Friðrik Ásak­an­ir á hend­ur sr. Friðriki komu löngu eft­ir and­lát hans.

    Leyni­skýrsla

    KFUM hef­ur ekki viljað birta op­in­ber­lega niður­stöður tví­menn­ing­anna en Morg­un­blaðið hef­ur þær und­ir hönd­um. Þar er að finna frá­sögn manns sem seg­ir sr. Friðrik hafa þuklað eistu sín innan­k­læða þegar hann var „10 eða 11 ára“ og að það hafi verið gert und­ir þeim for­merkj­um að kanna „hvort hann yrði góður knatt­spyrnumaður.“ Sr. Friðrik var sem kunn­ugt er stofn­andi íþrótta­fé­lag­anna Vals og Hauka.

    Í skýrslu tví­menn­ing­anna er að öðru leyti ekki að finna fleiri lýs­ing­ar frá fyrstu hendi en þar er að finna frá­sögn eft­ir­lif­andi eig­in­konu, frá­sögn dótt­ur manns sem sagði far­ir sín­ar ekki slétt­ar og eins frá ónefnd­um sam­skiptaráðgjafa í íþrótta- og æsku­lýðsstarfi sem hafði fengið í hend­ur frá­sögn upp­kom­inna barna lát­ins manns sem orðið hefði fyr­ir „marka­leysi“ af hálfu sr. Friðriks sem hafi haft nei­kvæð áhrif á líf hans.

    Bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings og blaðamanns olli fjaðrafoki.
    Bók Guðmund­ar Magnús­son­ar sagn­fræðings og blaðamanns olli fjaðrafoki. Ljós­mynd/​Bók­ar­kápa

    Rýrt rann­sókn­ar­efni

    Svo virðist sem rann­sak­end­ur KFUM hafi borið minna úr být­um en þau bjugg­ust við í kjöl­far þess að aug­lýst var eft­ir fórn­ar­lömb­um. Í niður­stöðum sín­um segja þau: „Ljóst er að rann­sókn­ar­efnið sem við feng­um í hend­ur í fram­haldi af fjöl­miðlaum­fjöll­un og aug­lýs­ingu í Morg­un­blaðinu og varðar meint brot séra Friðriks gagn­vart ung­um drengj­um er rýrt.“

    Heim­ild­armaður­inn gaf sig ekki fram

    Séra Bjarni og Sigrún óskuðu einnig eft­ir því við Guðmund Magnús­son að hann kæmi þeim skila­boðum til heim­ild­ar­manns síns að þau hefðu áhuga á að ræða við hann um þau meintu brot sem hann lýsti sam­kvæmt bók­inni. „Þoland­inn hef­ur ekki haft sam­band,“ segja þau í um­fjöll­un sinni um þær ásak­an­ir sem raun­ar urðu kveikj­an að mál­inu öllu.

    Þrátt fyr­ir það er dóm­ur þeirra skýr: „Niðurstaða okk­ar af eig­in gögn­um og of­an­greind­um heim­ild­um er sú að meiri lík­ur en minni séu á að hátt­semi séra Friðriks hafi í sum­um til­vik­um farið yfir kyn­ferðis­leg vel­sæm­is­mörk gagn­vart ung­um drengj­um og valdið þeim skaða.“

    Virða beri rétt­ar­ríkið

    Þessi skýrsla var bor­in und­ir Jón Magnús­son í viðtali á vett­vangi Spurs­mála og hann beðinn að leggja mat á efni henn­ar. Virt­ist efni henn­ar og inni­hald koma hon­um á óvart. Seg­ir hann þó með ólík­ind­um að sr. Bjarni og Sigrún hafi kom­ist að þeirri niður­stöðu að meiri lík­ur en minni hafi verið á að sr. Friðrik hafi brotið á drengj­un­um.

    Sak­laus uns sekt er sönnuð

    Seg­ir hann að hafa verði í heiðri þá meg­in­reglu rétt­ar­rík­is­ins að menn séu sak­laus­ir uns sekt þeirra sé sönnuð.

    Jón seg­ir að máls­met­andi menn inn­an KFUM hafi komið þeim skila­boðum skýrt á fram­færi við KFUM að taka þurfi málið upp að nýju og skoða það með hlut­læg­um hætti. Þar þurfi einnig að tryggja að sr. Friðriki sé tryggður mál­svari, þar sem hann geti af aug­ljós­um ástæðum ekki tekið til varna sjálf­ur.

    Viðtalið við Jón Magnús­son má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

    Sr. Bjarni Karlsson var annar tvímenninganna sem rannsakaði ásakanir á …
    Sr. Bjarni Karls­son var ann­ar tví­menn­ing­anna sem rann­sakaði ásak­an­ir á hend­ur sr. Friðrik Friðriks­syni. Ljós­mynd/​Aðsend
    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:
    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:

    Bloggað um frétt­ina

    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert