Bændur geta hugað að slætti

Sólin mun leika við landsmenn alla á næstu dögum.
Sólin mun leika við landsmenn alla á næstu dögum. mbl.is/Eyþór

„Spá­in er af­skap­lega góð og maður er dá­lítið hrædd­ur við svona góða spá, þ.e. að hún standi ekki und­ir vænt­ing­um á end­an­um,“ seg­ir Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur, en svo virðist sem staða veður­kerf­anna sé með allra hag­stæðasta móti.

„Við sjá­um stund­um á vor­in og snemm­sum­ars þessi háþrýsti­svæði sem beina til okk­ar lofti úr suðri, lofti sem er hlýtt og með lít­illi skýja­hulu. Þau fara hérna stund­um hjá en staldra ekki við í marga daga eins og spá­in er að gefa til kynna núna,“ seg­ir Ein­ar.

Bænd­ur geta byrjað hey­ann­ir

Í ljósi þessa er bænd­um óhætt að und­ir­búa slátt þar sem hlýj­ast er, en huga þarf þó að raka. „Til að geta slegið gras þarf líka að vera rekja, en þetta lít­ur vel út,“ seg­ir Ein­ar.

Gangi spá­in eft­ir seg­ir Ein­ar ljóst að lands­menn geti glaðst næstu daga við úti­veru ým­iss kon­ar. Þá seg­ir hann einnig áhuga­vert að bera sam­an hita­töl­ur á næst­unni.

Veður­horf­ur um landið allt eru á besta veg, hlýj­ast verður á Norður- og Aust­ur­landi ásamt miðhá­lend­inu og inn til lands­ins. Suðlæg átt er í kort­um, víða 3-8 m/​s, létt­skýjað og hiti 16 til 22 stig. Öðru hverju má gera ráð fyr­ir suðaust­an 8-13 m/​s með dá­lít­illi vætu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert