Bragi mun bjóða sig fram til forystu aftur

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Bragi Bjarna­son, bæj­ar­stjóri Árborg­ar og odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins, stefn­ir aft­ur á fram­boð í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um sem fara fram eft­ir ár.

    Frá þessu grein­ir hann í Dag­mál­um.

    Bragi steig sín fyrstu skref í stjórn­mál­um þegar hann bauð sig fram til odd­vita í próf­kjöri sjálf­stæðismanna í Árborg í byrj­un árs 2022. Hann var kjör­inn odd­viti og leiddi Sjálf­stæðis­flokk­inn til sig­urs í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um þar sem flokk­ur­inn fékk hrein­an meiri­hluta.

    „Þó að ég hafi vitað hvar ég stæði í mörg ár, þá af því maður starfaði inn í emb­ætt­is­manna­kerf­inu hjá sveit­ar­fé­lag­inu þá var maður ekki að hafa sig mikið í frammi. Maður vildi bara vinna með öll­um. En ég ákvað að taka þetta skref í póli­tík­ina og sé ekki eft­ir því, þetta er búið að vera ein­stak­lega skemmti­legt,“ seg­ir Bragi.

    Seg­ir mik­inn ár­ang­ur hafa náðst

    Muntu sækj­ast eft­ir því að leiða list­ann áfram?

    „Já, ég mun sækj­ast eft­ir því. Það er heiður að hafa fengið að leiða list­ann þetta kjör­tíma­bil og lang­ar að gera það áfram,“ seg­ir Bragi.

    Hann seg­ir mik­inn ár­ang­ur hafa náðst á yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili og hann kveðst vilja halda áfram að byggja á þeim ár­angri næstu fjög­ur árin.

    Sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar fara fram 16. maí 2026.

    Bæj­ar­stjóra­skipt­in vöktu at­hygli

    Um mitt kjör­tíma­bil tók hann við sem bæj­ar­stjóri Árborg­ar og vakti at­b­urðarás­in í kring­um það nokkra at­hygli.

    Fjóla Stein­dóra Krist­ins­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Bragi höfðu gert sam­komu­lag um að á miðju kjör­tíma­bili myndu Bragi og Fjóla skipt­ast á embætt­um 1. júní 2024. Þannig myndi Bragi taka við stöðu bæj­ar­stjóra og Fjóla verða formaður bæj­ar­ráðs, en hún var bæj­ar­stjóri fyrstu tvö árin.

    Fjóla vildi hins veg­ar ekki hætta sem bæj­ar­stjóri, gekk úr meiri­hlut­an­um og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn myndaði meiri­hluta með Áfram Árborg. Er það sam­starf búið að ganga mjög vel að sögn Braga.

    Smelltu á hlekk­inn hér að neðan til að nálg­ast viðtalið við Braga Bjarna­son í heild sinni.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert