Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út í útdrætti kvöldsins í Víkingalottóinu. Það sama er þó ekki að segja um hinn séríslenska þriðja vinning.
Einn miðahafi var með hinn alíslenska þriðja vinning og fær 1,8 milljónir að launum.
Þá var heppnin með fleirum í kvöld en einn miðahafi var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum og fær hann 2,5 milljónir króna í vasann fyrir vikið.
Þá hlaut annar miðahafi annan vinning í Jókernum og fær 125.000 krónur.
Allir vinningsmiðar kvöldsins voru keyptir á lotto.is.