Lögregluaðgerðir á Suðurlandsvegi

Frá aðgerðum lögreglu á Suðurlandsvegi í morgun.
Frá aðgerðum lögreglu á Suðurlandsvegi í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Lög­regl­an hef­ur í morg­un verið með aðgerðir á Suður­lands­vegi rétt neðan við Lög­bergs­brekku þar sem stöðvaðar hafa verið rút­ur, vöru­bíl­ar og at­vinnu­tengd öku­tæki.

Lög­regl­an á Vest­ur­landi stýr­ir aðgerðunum og nýt­ur hún aðstoðar frá lög­reglu­embætt­un­um á Suður­landi og á höfuðborg­ar­svæðinu að sögn Jóns S. Ólafs­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns hjá lög­regl­unni á Vest­ur­landi. Hann seg­ir að þetta sé í fyrsta sinn sem þetta er gert með þess­um hætti.

Lögreglan hefur í morgun verið með aðgerðir á Suðurlandsvegi rétt …
Lög­regl­an hef­ur í morg­un verið með aðgerðir á Suður­lands­vegi rétt neðan við Lög­bergs­brekku þar sem stöðvaðar hafa verið rút­ur, vöru­bíl­ar og at­vinnu­tengd öku­tæki. Ljós­mynd/​Aðsend

„Við erum taka niður af öku­rit­um, kanna ástand far­ar­tækj­anna, at­huga með flutn­ing á hættu­leg­um farmi og kanna rekstr­ar­leyfi,“ seg­ir Jón í sam­tali við mbl.is en lög­regl­an hef­ur eft­ir­lits­skyldu með ör­ygg­isþátt­um þess­ara öku­tækja og að all­ir hafi til­skil­inn leyfi til akst­urs á þeim.

„Þetta er stórt verk­efni og við erum með mann­skap sem tek­ur þátt í þess­um aðgerðum,“ seg­ir Árni Friðleifs­son, aðal­varðstjóri hjá um­ferðardeild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert