Sanna og Hildur vinsælastar

Sanna og Hildur skera sig úr í vinsældum borgarfulltrúa.
Sanna og Hildur skera sig úr í vinsældum borgarfulltrúa. mbl.is/María/Hallur Már

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir odd­viti Sósí­al­ista­flokks­ins í Reykja­vík er áfram vin­sæl­asti borg­ar­full­trú­inn en fjórðung­ur borg­ar­búa tel­ur hana hafa staðið sig best allra borg­ar­full­trúa sam­kvæmt borg­ar­vita Maskínu í apríl. Sanna mæl­ist með óbreytt hlut­fall frá síðustu mæl­ingu sem fram fór í nóv­em­ber 2024.

Nær fimmt­ung­ur, eða 19%, tel­ur Hildi Björns­dótt­ur odd­vita Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík hafa staðið sig best. Ánægja með Hildi fer vax­andi frá síðustu mæl­ingu en þá töldu 14% hana hafa staðið sig best.

Sanna og Hild­ur eru áber­andi vin­sæl­ast­ar meðal borg­ar­full­trúa en sá þriðji vin­sæl­asti er Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­manna með 10%. Vin­sæld­ir hans fara jafn­framt vax­andi frá síðustu mæl­ingu er 6% töldu hann hafa staðið sig best.

Erfitt að fylla í skarð Dags

8% telja Heiðu Björgu Hilm­is­dótt­ur odd­vita Sam­fylk­ing­ar og borg­ar­stjóra hafa staðið sig best. Það er nokk­ur aukn­ing frá síðustu mæl­ingu þegar 2% töldu hana hafa staðið sig best, en hún á langt í land með að njóta sömu hylli og for­veri henn­ar, Dag­ur B. Eggerts­son. Í síðustu mæl­ingu, sem fram fór skömmu áður en hann hvarf til þingstarfa, þótti 21% borg­ar­búa hann hafa staðið sig best. 

Dagur B. Eggertsson kvaddi borgarstjórn í janúar og Heiða Björg …
Dag­ur B. Eggerts­son kvaddi borg­ar­stjórn í janú­ar og Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir tók við odd­vita­sæt­inu. Vin­sæld­ir Dags fylgdu ekki með sæt­inu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Af þeim tíu borg­ar­full­trú­um sem þykja standa sig best er sjálf­stæðismaður­inn Kjart­an Magnús­son næst­ur með 6% en hann mæl­ist vin­sæl­ast­ur borg­ar­full­trúa sem ekki er odd­viti.

Þá mæl­ast Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir pírati, Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir Viðreisn og Al­ex­andra Briem pírati all­ar með 5% og loks Ragn­hild­ur Alda M. Vil­hjálms­dótt­ir Sjálf­stæðis­flokki með 3% og Líf Magneu­dótt­ir með 2%.

Aðrir komust ekki á blað en borg­ar­full­trú­ar Reykja­vík­ur telja alls 23.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert