Varað við bikblæðingum á löngum kafla

Búast má við bikblæðingum víðar næstu daga.
Búast má við bikblæðingum víðar næstu daga. Ljósmynd/Aðsend

Vart hef­ur orðið við bik­blæðing­ar í Bröttu­brekku sem ligg­ur milli Dala­sýslu og Borg­ar­fjarðar.

Varað er við þessu á síðu Vega­gerðar­inn­ar en þar er þeim til­mæl­um beint til öku­manna að draga úr hraða og aka um með gát.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Svein­björn Hjálm­ars­son, þjón­ustu­full­trúi hjá Vega­gerðinni, að blæðing­in sé á nokkuð löng­um kafla á veg­in­um en hún or­sak­ist af hlýju og sól­ríku veðri síðustu daga.

Sam­kvæmt veður­spá verður ekk­ert lát á blíðviðrinu næstu daga og seg­ir Svein­björn viðbúið að álíka blæðing­ar verði á fleiri veg­um um land allt. Hvet­ur hann fólk því til að aka var­lega næstu daga og fylgj­ast vel með um­fer­d­in.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert