17 töskur skiluðu sér ekki: „Þetta er alveg skelfilegt“

17 töskur skiluðu sér ekki úr flugi Play frá Keflavík …
17 töskur skiluðu sér ekki úr flugi Play frá Keflavík til Malaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Farþegar sem fóru með flugi Play til Malaga á Spáni í fyrra­dag eru marg­ir hverj­ir í vand­ræðum þar sem 17 tösk­ur skiluðu sér ekki.

Vala Val­týs­dótt­ir, einn farþeg­anna, seg­ir í sam­tali við mbl.is að hluti fólks hafi til að mynda ekki fengið golf­sett­in sín.

Sum­ir með lyf í tösk­un­um

„Í gær komu fimm tösk­ur af þess­um sautján en það vant­ar enn tólf tösk­ur. Í dag er fimmtu­dag­ur en við fór­um í loftið á þriðju­dag­inn. Þetta er al­veg skelfi­legt. Það voru ein­hverj­ir sem voru með lyf­in sín í tösk­un­um og þurfa nú að fara til lækn­is og reyna að fá lyf og sum­ir þurfa hrein­lega að verða sér úti um föt og þurfa að keyra langa leið til þess,“ seg­ir Vala.

Vala er í golf­ferð á Fair Play á veg­um Ver­di Tra­vel og seg­ir hún að starfs­fólk sé enda­laust að reyna að gera eitt­hvað í mál­un­um en fátt hafi verið um svör hjá Play. Aðrir farþegar voru á veg­um annarra ferðaskrif­stofa.

„Ég var svo hepp­in að fá mína tösku en vina­fólk mitt, fimm tals­ins, hafa ekki fengið tösk­urn­ar sín­ar. Sum­ir fengu hvorki ferðatösk­urn­ar sín­ar né golf­sett­in. Mér skilst að ein­hver hluti far­ang­urs­ins sé í Kaup­manna­höfn,“ seg­ir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert