45 þúsund manns þurfa að endurgreiða TR

Margir lífeyrisþegar þurfa að endurgreiða TR.
Margir lífeyrisþegar þurfa að endurgreiða TR. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Rúm­lega 45 þúsund ein­stak­ling­ar fengu of­greitt frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins og þurfa að end­ur­greiða stofn­un­inni í sam­ræmi við það.

Miðgildi end­ur­greiðslna sem þess­ir ein­stak­ling­ar þurfa að inna af hendi er 114 þúsund krón­ur.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá TR en end­ur­reikn­ing­ur vegna líf­eyr­is­greiðslna hef­ur nú verið kynnt­ur.

19 þúsund eiga inn­eign

Þar kem­ur jafn­framt fram að 19 þúsund ein­stak­ling­ar eða 26% þeirra sem fá greiðslur frá stofn­un­inni eiga inn­eign. Miðgildi inn­eigna er 66 þúsund krón­ur.

Þrátt fyr­ir að um 66% líf­eyr­isþega þurfi að end­ur­greiða stofn­un­inni nú er hlut­fallið lægra en í fyrra þegar hlut­fall þeirra sem fengu of­greitt var 78%.

„Ástæður of­greiðslna árið 2024 er fyrst og fremst hægt að rekja til fjár­magn­stekna, en fjár­magn­s­tekj­ur voru mun hærri held­ur en viðskipta­vin­ir höfðu áætlað,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Geta and­mælt til 31. maí

„Of­greiðslur sem leiða til end­ur­greiðslna mynd­ast vegna mis­mun­ar á áætluðum tekj­um og raun­tekj­um sem koma fram í skatt­fram­tali fyr­ir árið 2024,“ seg­ir í til­kynn­ingu

Fram kem­ur að „viðskipta­vin­ir“ geti and­mælt niður­stöðum upp­gjörs til og með 31. maí 2025. Það er gert á Mín­um síðum TR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert