„Ég á eitt úrræði eftir“

Hilmar Daníel Valgeirsson er eigandi að Aðalgötu 6b. sem fór …
Hilmar Daníel Valgeirsson er eigandi að Aðalgötu 6b. sem fór illa í óveðri árið 2023. Ljósmynd/Aðsend

Hilm­ar Daní­el Val­geirs­son, eig­andi Aðal­götu 6b á Sigluf­irði, hyggst senda „út­kall“ á bæj­ar­búa í von um að þeir aðstoði hann við að farga um 600 fm hús­inu sem skemmd­ist í óveðri árið 2023. 

Heil­brigðis­eft­ir­lit Norður­lands vestra (HNV) hef­ur fyr­ir­skipað bæn­um að farga hús­inu á kostnað Hilm­ars enda þykir húsið ótraust og eign­um annarra íbúa staf­ar hætta af því vegna hættu á því að brak úr hús­inu fjúki í vond­um veðrum.

Í gær féll úr­sk­urður hjá Úrsk­urðar­stofn­un um­hverf­is- og auðlinda­mála hon­um í óhag þar sem hann freistaði þess að fá fyr­ir­skip­un­inni hnekkt.

Send­ir út­kall á bæj­ar­búa

Kostnaður við förg­un hleyp­ur á mörg­um millj­ón­um króna og Hilm­ar seg­ir gjaldþrot blasa við hon­um vegna þess. Hann hef­ur þó ekki lagt árar í bát enn.

„Ég á eitt úrræði eft­ir,“ seg­ir Hilm­ar. „Og það er að senda út­kall á bæj­ar­búa um að þeir hjálpi mér við það að rífa húsið,“ seg­ir Hilm­ar.

Málið er þó ekki svo ein­falt að Hilm­ar geti farið beint í að reyna að hóa sam­an bæj­ar­búa. Fyrst þarf hann að fá heim­ild hjá HNV til að farga hús­inu.

„Ég er bú­inn að vera í sam­tali við bæj­ar­stjór­ann (Þóri Há­kon­ar­son) og fleiri hjá bæn­um og það hafa all­ir sýnt aðstöðu minni sam­kennd. Þeim sem ég hef talað við líst vel á hug­mynd­ina,“ seg­ir Hilm­ar.

„Ef heil­brigðis­eft­ir­litið samþykk­ir um­sókn­ina um förg­un þá er planið að gera mynd­band þar sem ég mun óska eft­ir aðstoð sam­fé­lags­ins,“ seg­ir Hilm­ar.

Fólk hugsi yfir sinni stöðu

Hilm­ar ólst upp í Flórída í Banda­ríkj­un­um og tal­ar litla ís­lensku. Hann hef­ur búið á Sigluf­irði und­an­far­in ár og á þar marga fjöl­skyldumeðlimi.

Frá því húsið skemmd­ist hef­ur hann búið í bráðabirgðaaðstöðu á verk­stæði í eigu föður hans. Hann seg­ist þó í þann mund að flytja í leigu­íbúð í eigu vin­ar hans.

„Ég á enn eft­ir að hitta þann bæj­ar­búa sem hef­ur ekki sýnt aðstöðu minni skiln­ing. Nær all­ir segja það sama og þeir skilja ekki af hverju Ham­fara­sjóður hljóp ekki und­ir bagga. Regl­urn­ar voru þær að ham­fara­sjóður greiddi áður út bæt­ur ef vind­ur fór yfir 45 metra á sek­úndu en það er ekki leng­ur svo. Því eru marg­ir sem hafa talað um það að þeir þurfi að huga að sín­um mál­um vegna þess­ar­ar at­b­urðarás­ar,“ seg­ir Hilm­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert