Framkvæmdir við Fossvogsbrú eru nú þegar hafnar, vinna við landfyllingar og sjóvarnir Reykjavíkurmegin eru í fullum gangi, ásamt mælingum með þar til gerðum flygildum. Undirbúningur fyrir Fossvogsbrúna sjálfa hefst innan tíðar þar, en áætlað er að brjóta land á næstu vikum.
Eftirlit með framkvæmdum er í höndum verkfræðistofunnar Norconsult Ísland. Ingvar Þór Bjarnason eftirlitsmaður segir í samtali við blaðamann að tilgangur flugs flygildisins hafi verið að mæla fyrir framkvæmdunum sem eru handan við hornið, áður en verktakinn byrjar á landfyllingum Reykjavíkurmegin. Í sjó er búið að girða af vinnusvæðið með baujum sem bannað er að synda eða sigla inn fyrir. Utan þeirra getur sjósunds- og siglingafólk athafnað sig venju samkvæmt.
Framkvæmdir hófust formlega á Kársnesi í Kópavogi í byrjun ársins. Brúin hefur verið á teikniborðinu síðan 2013. Miklar vonir eru bundnar við mannvirkið og áhrif þess á almenningssamgöngur.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.