Flygildi á flugi yfir Fossvoginum

Ingvar Þór Bjarnasson hjá Norconsult Ísland með drónann.
Ingvar Þór Bjarnasson hjá Norconsult Ísland með drónann. mbl.is/Árni Sæberg

Fram­kvæmd­ir við Foss­vogs­brú eru nú þegar hafn­ar, vinna við land­fyll­ing­ar og sjóvarn­ir Reykja­vík­ur­meg­in eru í full­um gangi, ásamt mæl­ing­um með þar til gerðum flygild­um. Und­ir­bún­ing­ur fyr­ir Foss­vogs­brúna sjálfa hefst inn­an tíðar þar, en áætlað er að brjóta land á næstu vik­um.

Eft­ir­lit með fram­kvæmd­um er í hönd­um verk­fræðistof­unn­ar Norconsult Ísland. Ingvar Þór Bjarna­son eft­ir­litsmaður seg­ir í sam­tali við blaðamann að til­gang­ur flugs flygild­is­ins hafi verið að mæla fyr­ir fram­kvæmd­un­um sem eru hand­an við hornið, áður en verktak­inn byrj­ar á land­fyll­ing­um Reykja­vík­ur­meg­in. Í sjó er búið að girða af vinnusvæðið með bauj­um sem bannað er að synda eða sigla inn fyr­ir. Utan þeirra get­ur sjó­sunds- og sigl­inga­fólk at­hafnað sig venju sam­kvæmt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert