Hestamenn ósáttir og aflýsa miðbæjarreið

Frá miðbæjarreiðinni.
Frá miðbæjarreiðinni. Ljósmynd/Landssamband hestamanna

Miðbæj­ar­reið Lands­sam­bands hesta­manna­fé­laga mun að óbreyttu ekki fara fram í ár.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lands­sam­band­inu.

Reykja­vík­ur­borg hyggst inn­heimta viðburðar­gjald fyr­ir viðburðinn og þar sem miðbæj­ar­reiðin er að engu leyti tekju­afl­andi fyr­ir Lands­sam­bandið og kostnaður­inn orðinn slík­ur sér Lands­sam­bandið sér ekki fært að standa und­ir viðburðinum, að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni.

Vek­ur von­brigði og undr­un

Lands­sam­bandið kall­ar á að ákvörðunin verði end­ur­skoðuð og bend­ir á að miðbæj­ar­reiðin veki alltaf mikla at­hygli og eft­ir­tekt bæði inn­an­lands og utan. Þá séu fáar höfuðborg­ir sem státi af jafn­mik­illi hesta­mennsku og Reykja­vík.

„Það er leitt að viðburður sem hef­ur það að mark­miði að vekja at­hygli á ís­lenska hest­in­um og mik­il­vægi hans í ís­lenskri menn­ingu og sam­fé­lagi geti ekki farið fram.

Það vek­ur bæði undr­un og von­brigði að Reykja­vík­ur­borg hafi ákveðið að setja slíkt gjald á viðburðinn og von­umst við auðvitað til að sú ákvörðun verði end­ur­skoðuð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert