Hitametið í hættu

Kort Veðurstofu Íslands klukkan 12 á sunnudaginn.
Kort Veðurstofu Íslands klukkan 12 á sunnudaginn. Kort/Veðurstofa Íslands

Hit­inn gæti náð allt að 25 stig­um á Eg­ils­stöðum á sunnu­dag­inn en sann­kallaðri bongóblíðu er spáð á öllu land­inu um helg­ina með sól­skini og háum hita­töl­um.

Í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands seg­ir að það sé hæð við Fær­eyj­ar sem stjórni veðrinu á land­inu um þess­ar mund­ir. Hæðin og lægðir suður af Hvarfi beini hlýju lofti til lands­ins.

Hita­metið í maí gæti fallið en mesti hiti sem mælst hef­ur í maí­mánuði er 25,6 stig á Vopnafirði 26. maí árið 1992. Í gær mæld­ist mest 24,2 stig á Eg­ilsstaðaflug­velli og 23,6 stig á Hall­ormsstað.

„Það má því vera ljóst að hit­inn á land­inu núna er með því mesta sem við get­um bú­ist við að fá í maí - sann­kallaður sum­ar­auki,“ seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings.

Klukk­an 10 í morg­un var hit­inn kom­inn í 21,4 gráður á Möðru­völl­um í Hörgár­dal og 21,2 stig á Staðar­hóli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka