Hitinn gæti náð allt að 23 stigum á Norður-og Austurlandi í dag. Það verður hæg breytileg átt og víða bjartviðri, en suðlæg átt átt 8-15 m/s suðvestan- og vestanlands og skýjað með köflum. Hitinn verður á bilinu 13 til 23 stig.
Á morgun verður víða hæg breytileg átt og léttskýjað, en þokubakkar með suður- og austurströndinni. Áfram verður hlýtt í veðri.
Helgin lofar afar góðu en á laugardag og sunnudag er verður víða léttskýjað á landinu með hita á bilinu 13 til 23 stig yfir daginn. Sums staðar verður þokuloft við ströndina og svalara veður.