Hitinn gæti náð 23 stigum

Hitaspá Veðurstofu Íslands klukkan 15 í dag.
Hitaspá Veðurstofu Íslands klukkan 15 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Hit­inn gæti náð allt að 23 stig­um á Norður-og Aust­ur­landi í dag. Það verður hæg breyti­leg átt og víða bjartviðri, en suðlæg átt átt 8-15 m/​s suðvest­an- og vest­an­lands og skýjað með köfl­um. Hit­inn verður á bil­inu 13 til 23 stig.

Á morg­un verður víða hæg breyti­leg átt og létt­skýjað, en þoku­bakk­ar með suður- og aust­ur­strönd­inni. Áfram verður hlýtt í veðri. 

Helg­in lof­ar afar góðu en á laug­ar­dag og sunnu­dag er verður víða létt­skýjað á land­inu með hita á bil­inu 13 til 23 stig yfir dag­inn. Sums staðar verður þoku­loft við strönd­ina og sval­ara veður.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert